Körfubolti

Myndir af Jóni Arnóri á ferðinni gegn Real Madrid

Jón Arnór og félagar spiluðu fyrir framan troðfulla höll í gær.
Jón Arnór og félagar spiluðu fyrir framan troðfulla höll í gær. mynd/skúli

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska liðinu CAI Zaragoza féllu úr leik í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í gær er þeir töpuðu gegn Real Madrid þriðja sinni.

Við ofurefli var að etja hjá Jóni og félögum í þessari undanúrslitarimmu en árangur þeirra í vetur engu að síður glæsilegur.

Skúli Sigurðsson var á leiknum í Zaragoza í gær og hann sendi Vísi þessar myndir af Jóni Arnóri í leik gegn einu besta liði Evrópu.

Þær má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Erum að spila gegn ómennskum leikmönnum

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, verður í eldlínunni gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á morgun en Real Madrid vann fyrstu tvo leikina og leiðir því einvígið 2-0. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Jón Arnór og félagar komnir í sumarfrí

Real Madrid er komið áfram í úrslitaeinvígið um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik eftir fínan sigur, 77-63, á CAI Zaragoza í þriðja leik liðanna. Real Madrid gerði sér því lítið fyrir og sópaði Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í CAI Zaragoza í sumarfrí.

Jón Arnór: Náðum öllum okkar markmiðum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza hafa lokið keppni í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en þeir töpuðu fyrir Real Madrid, 77-63, í þriðja leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×