Fótbolti

Edda tók tíðindunum ekki vel

Edda á ferðinni með landsliðinu. Hún hefur spilað 103 landsleiki.
Edda á ferðinni með landsliðinu. Hún hefur spilað 103 landsleiki.
Það vakti eðlilega athygli að landsliðsþjálfari kvenna, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, skildi ekki velja Eddu Garðarsdóttur í EM-hópinn sem var tilkynntur í dag.

"Hún hefur átt glæsilega feril með landsliðinu og staðið sig vel undanfarin ár. Á þessu ári fannst mér hún ekki hafa náð að spila af sama styrkleika og undanfarin ár. Þá bæði með landsliðinu og Chelsea," sagði Sigurður og benti á að Edda væri búin að missa sæti sitt í byrjunarliði Chelsea.

"Þetta var erfið ákvörðun sem ég tilkynnti henni í gærkvöldi. Hún tók því eðlilega ekki vel enda keppnismanneskja mikil.

"Ég verð samt að vera trúr minni sannfæringu um hvaða 23 leikmenn eru bestir á þessum tímapunkti. Hún var í samkeppni við góða miðjumenn. Ef fólk lítur á hópinn þá er erfitt að segja hver hefði átt að detta út fyrir hana."

Sigurður segist ekki vera búin að afskrifa Eddu í landsliðinu og hún kemur til greina sem varamaður í hópinn ef einhver skildi detta út.


Tengdar fréttir

Búið að velja EM-hópinn | Edda ekki valin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag 23 manna leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. Ísland spilar sinn fyrsta leik í mótinu þann 11. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×