Innlent

Kynferðisleg áreitni eykst á Landspítalanum

Kynferðisleg áreitni hefur aukist á Landspítalanum samkvæmt starfsumhverfiskönnun á Landspítalanum sem fréttastofa hefur undir höndum.
Kynferðisleg áreitni hefur aukist á Landspítalanum samkvæmt starfsumhverfiskönnun á Landspítalanum sem fréttastofa hefur undir höndum.
Kynferðisleg áreitni hefur aukist á Landspítalanum samkvæmt starfsumhverfiskönnun á Landspítalanum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Þannig segjast 2% starfsmanna hafa upplifað kynferiðslega áreitni af hálfu yfirmanns eða samstarfsmanna árið 2013. Það er prósentustigi meira en á síðasta og þar síðasta ári.

Síðan segjast sex prósent starfsmanna Landspítalans hafa upplifað kynferðislega áreitni af hálfu sjúklings eða aðstandenda. Á síðasta ári var það 5%, árið 2010 upplifðu 4% kynferðislega áreitni af hálfu sjúklinga eða aðstandenda.

Aðeins 36% starfsmanna á Landspítalanum telja að allir starfsmenn séu jafnir án tillits til stéttar, kynferðis, kynhneigðar, þjóðernis, fötlunar eða aldurs.  Í starfsumhverfiskönnuninni kemur meðal annars fram að 74% starfsmanna séu ánægðir með vinnustaðinn sinn þega á heildina er litið. Það eru 8 prósentustigum minna en á síðasta ári.

Þá eru niðurstöður fyrir samskipti á vinnustaðnum einnig áhugaverðar. Þannig upplifa 8% starfsmanna einelti af hálfu yfirmanns eða samstarfsmanns samkvæmt könnuninni. Árið 2010 var sú tala 6%, á síðasta ári var hún 7%.

Þá segjast 18% starfsmanna hafa upplifað einelti af hálfu yfirmanns eða samstarfsmanns.

Fjórðungur starfsmanna, eða 25%, segjast hafa uplifað niðurlægjandi hótanir af hálfu sjúklings eða aðstandenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×