Innlent

"Er djamm í kvöld?"

Hrund Þórsdóttir. skrifar
Þrír skemmtanaglaðir tölvunarfræðingar hafa hannað app fyrir snjallsíma, sem á að auðvelda fólki að skipuleggja djammið. Þetta er fyrsta íslenska samfélagsappið, en öpp á borð við facebook og instagram hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Hugmyndin er að appið auðveldi skemmtanaþyrstum að skipuleggja sig. Hver djammdagur hefst með tilkynningu sem allir notendur fá og í henni stendur einfaldlega: "Er djamm í kvöld?". Þegar vinirnir á appinu hafa svarað þessari spurningu hefur notandinn góða mynd af því hvaða vinir ætla sér að taka snúning. Einnig er boðið upp á djammtölfræði sem sýnir til dæmis vinsælustu staðina og hægt er að sjá staðsetningu allra djammandi vina á einu korti. Appið er á prófunarstigi en hægt er að skrá sig á síðunni glensnelg.com.

Í meðfylgjandi frétt er rætt við hönnuði appsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×