Erlent

Fimm sakfelldir vegna strandsins

Alls létust 32 í hörmungunum, en aðalmeðferð í máli skipstjórans hefst á næstu dögum.
Alls létust 32 í hörmungunum, en aðalmeðferð í máli skipstjórans hefst á næstu dögum. mynd/afp
Dómstóll á Ítalíu hefur sakfellt fimm manns fyrir manndráp í tengslum við strand skemmtiferðaskipsins Costa Concordia undan strönd Toskana í janúar árið 2012. Alls létust 32 í hörmungunum.

Francesco Schettino, skipstjóri Costa Concordia, var ekki á meðal þeirra sem sakfelldir voru í dag en hann verður dreginn fyrir sérstakan dómstól. Aðalmeðferð í máli hans hefst á næstu dögum.

Schettino er sakaður um að hafa farið frá borði áður en farþegum hafði verið bjargað ásamt því að hafa valdið alvarlegum umhverfisspjöllum við eyjuna Giglio, þar sem Costa Concordia strandaði og liggur enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×