Innlent

Samþykkja nafnið Þyrnirós

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þyrnirós eins og hún var máluð upp í Disney-myndinni vinsælu.
Þyrnirós eins og hún var máluð upp í Disney-myndinni vinsælu.
Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Þyrnirós í úrskurði 5. júlí síðastliðinn og færði á mannanafnaskrá. Var það gert á þeim grundvelli að nafnið tæki íslenska beygingu í eignarfalli og uppfyllti að öðru leyti önnur ákvæði um mannanöfn.

Sama dag var samþykkt kvenmannsnafnið Venný og karlkynsnafnið Auðberg.

Í júní var kvenmansnafninu Lady hafnað en nöfnin Addú og Obba voru aftur á móti samþykkt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um úrskurði Mannanafnanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×