Real Madrid vann öruggan 3-1 sigur á Athletic Bilbao á Santiago Bernebau í dag. Real Madrid hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu.
Isco sem kom til Real frá Malaga fyrir tímabilið heldur áfram að blómstra í búningi Madrídarmanna. Isco skoraði fyrsta og þriðja mark Real í leiknum og hefur nú skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í þremur leikjum.
Cristiano Ronaldo komst einnig á blað með skalla eftir hornspyrnu Angel Di Maria rétt fyrir hálfleiks. Þetta var fyrsta mark Ronaldo á tímabilinu. Bilbao klóraði í bakkann þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka með marki Ibai Gomez en nær komust þeir ekki.
Real Madrid lyfti sér upp fyrir Barcelona með sigrinum en Barcelona mætir Valencia á Mestalla í kvöld.
Isco og Ronaldo afgreiddu Athletic Bilbao
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti