Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira