Erlent

Costa Concordia komið á réttan kjöl

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Costa Concordia á strandstað við eyjuna Giglio.
Costa Concordia á strandstað við eyjuna Giglio. Nordicphotos/AFP
Verkfræðingar á Ítalíu voru sigri hrósandi í nótt þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia var komið á réttan kjöl eftir 19 tíma vinnu við verkið.

Framkvæmdirnar hófust í gær, eftir margra mánaða undirbúning með nokkurri óvissu um árangur.

Sú hlið skipsins, sem hefur legið í kafi, er töluvert skemmd. Strax verður hafist handa við að festa flothylki við þá hlið skipsins, rétt eins og gert hafði verið við hina hliðina, sem stóð upp úr sjó, áður en verkið hófst í gær.

Flothylkin verða nú notuð til að fleyta skipinu svo hægt verði að draga það burt af strandstaðnum.

Á skýringarmyndinni hér að neðan má sjá hvernig staðið er að verkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×