Innlent

Örtröð í Kringlunni eftir vinsælum tölvuleik

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það er löng röð eftir nýjum tölvuleik í Geimstöðinni í Kringlunni.
Það er löng röð eftir nýjum tölvuleik í Geimstöðinni í Kringlunni. Mynd/Vilhelm
Nokkur hundruð manns bíða í röð fyrir framan verslun Geimstöðvarinnar í Kringlunni. Sala á nýasta Grand Theft Auto 5 leiknum sem hefst í kvöld klukkan 22:00. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessum nýja tölvuleik eins og sést best á þeim fjölda sem nú bíður eftir að ná sér í eintak af leiknum.

Nú þegar hafa verið seld 1000 eintök af leiknum í Geimstöðinni og er önnur 500 eintök til sölu. Verslunarstjóri Geimstöðvarinnar býst fastlega við því að leikurinn seljist upp í kvöld.

Gera má ráð fyrir að þessir fjölmörgu tölvuleikaspilarar muni sofa lítið í nótt og setjast beint við leikjatölvuna til að spila þennan vinsæla tölvuleik. Það gætu því einhverjir mætt þreyttir í skólann eða til vinnu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×