Erlent

Fengu dauðadóm á Indlandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ljósmyndarar taka mynd af rútu, sem flutti sakborningana til dómsals í morgun
Ljósmyndarar taka mynd af rútu, sem flutti sakborningana til dómsals í morgun Mynd/AP
Mennirnir fjórir, sem fyrr í vikunni voru sakfelldir fyrir hrottalega hópnauðgun í Nýju-Delhi í lok síðasta árs, hafa nú verið dæmdir til dauða.

Yfirréttur á þó enn eftir að fjalla um málið, áður en þessi niðurstaða verður endanleg.

Mennirnir geta síðan áfrýjað málinu til hæstaréttar, og loks geta þeir leitað til forseta Indlands með ósk um náðun.

Dauðadómnum verður á endanum fullnægt með hengingu, verði refsingin ekki milduð.

Í desember síðastliðnum tóku mennirnir ungt par upp í strætisvagn, sem þeir óku um borgina að því er virðist í þeim tilgangi að leita uppi fórnarlömb.

Konunni var hrottalega nauðgað og henni misþyrmt svo að hún lést á sjúkrahúsi nokkrum vikum síðar. Manninum var einnig illa misþyrmt, en lét ekki lífið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×