Innlent

Bakkaði yfir bensíndælu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Engin slys urðu á fólki og mildi þykir að ekki fór verr.
Engin slys urðu á fólki og mildi þykir að ekki fór verr.
Óhapp varð á afgreiðslustöð Skeljungs í Garðabæ í morgun þegar bifreið var bakkað á bensíndælu stöðvarinnar.

Að sögn rekstarstjóra Stöðvarinnar í Garðabæ bar óhappið til með þeim hætti að ökumaður var að bakka ökutæki sínu út af skoðunarstöð Frumherja.

Ökumaður steig óvart á bensíngjöf í stað bremsu með þeim afleiðingum að ökutækið bakkaði yfir bensídælu eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Engin slys urðu á fólki og mildi þykir að ekki fór verr. Það var eldri kona sem ók bílnum og var hún skiljanlega nokkuð skelkuð eftir atvikið.

Að sögn rekstrarstjóra Stöðvarinnar í Garðabæ er unnið að viðgerð og tjón vegna óhappsins óljóst. Ökutækið er af gerðinni Toyota Rav4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×