Enski boltinn

Segir Dæhli nógu góðan fyrir aðallið Man. Utd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mats Möller Dæhli ásamt Solskjær þegar sá fyrrnefndi var kynntur fyrir stuðningsmönnum Molde.
Mats Möller Dæhli ásamt Solskjær þegar sá fyrrnefndi var kynntur fyrir stuðningsmönnum Molde.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde í Noregi, hefur tröllatrú á hinum átján ára Mats Möller Dæhli.

Dælhi fór á kostum í dramatískum bikarsigri Molde á Lilleström í gærkvöldi. Pálmi Rafn Pálmason var á skotskónum með Lilleström sem varð að sætta sig við tap að lokinni vítaspyrnukeppni.

„Mats var hreint út sagt stórkostlegur. Hvernig hann heldur boltanum niðri, róar leikinn og stýrir gangi hans fyrir liðið. Ég er í skýjunum,“ sagði Solskjær sem ákvað á síðustu stundu að tefla táningnum fram.

Dæhli, sem varð átján ára í mars, yfirgaf herbúðir Manchester United í sumar og hélt til Molde í leit að meiri spiltíma. Solskjær telur að hann gæti spilað fyrir aðallið United ekki seinna en núna.

„Hann er á pari við Adnan Januzaj. Þeir voru saman í 18 ára liði United þar sem Mats var kjörinn leikmaður ársins.“

Sjá má til Dæhli í myndskeiði frá leiknum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×