„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2013 15:18 Kim Laursen, faðir stúlknanna, tjáir sig um brottnámið í viðtali við TV2. Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira