Innlent

Yfir þúsund skjálftar á tæpri viku

Boði Logason skrifar
Yfir þúsund smáskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu svokallaða á síðustu dögum. Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan eigi sér eðlilegar skýringar.

Jarðskjálfta hrinan hófst á þriðjudag syðst í Eyjafjarðarál, um 10 kílómetrum norðaustur af Gjögurey og stendur enn yfir.

Yfir þúsund skjálftar hafa komið fram á mælum veðurstofunnar.

Kristín Jónsdóttir er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Þeir lenda á mjög afmörkuðu svæði, á 9 til 13 kílómetra dýpi. Þeir eru mjög svipaðir að stærð, stærstu skjálftarnir eru tæpir þrír. Svona virkni bendir eindregið til þess að þetta sé innskot, sem er alls ekki óalgengt á Íslandi,“ segir hún.

Hvað er innskot?

„Það er kvika sem er að troða sér upp í skorpuna,“ segir hún.

Hafa svona skjálftahrinur áður komið á þessu svæði?

„Þetta er svona heldur óvenjulegt, að fá svona svakalega þétta virkni þarna. En auðvitað er þetta svæði þekkt fyrir mikla skjálftavirkni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×