Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FC Zorkiy 1-2 Jón Stefán Jónsson á Þórsvellinum skrifar 9. október 2013 11:38 Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en klaufagangur og einstaklingsmistök hjá leikmönnum Þórs/KA í fyrri hálfleik varð til þess að gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja eftir fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti besta færi Þórs/KA í fyrri hálfleik en skalli hennar snemma leiks í stöðunni 0-0 hafnaði í þverslá Zorky marksins. Svetlana Tsikikova skoraði fyrst mark leiksins fyrir gestina á 23. mínútu er fyrirgjöf hennar utarlega úr teignum fór yfir Victoriu Alonso í marki Þórs/KA og datt í fjærhornið. Nokkru síðar eða á 37. mínutu skoraði Elena Morozova annað mark Zorkiy eftir hraða sókn gestanna. Þór/KA missti boltann á slæmum stað og eftir þrjár sendingar upp völlinn hjá þeim rússnesku lá boltinn í markinu er Morozova kláraði fína fyrirgjöf Virá Diátel. Síðari hálfleikur var rólegur, Zorky-stúlkur sóttu meir og áttu nokkur ákjósanleg færi til að gera út um leikinn, meðal annars sláarskot en tókst það sem betur fer ekki fyrir Þór/KA. Heimastúlkur minnkuðu svo muninn með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur er hún potaði boltanum í netið eftir eftir fyrirgjöf Thanai Annis. Úrslitin þýða að Þór/KA þarf að allavega að skora tvö mörk í Rússlandi til að fara áfram í keppninni, en síðari leikurinn í einvígi liðanna fer fram í Rússlandi eftir viku. Þórs/KA stúlkur geta nagað sig í handabökin að hafa ekki gert betur í leiknum í dag. Mörkin sem þær fengu á sig voru klaufaleg og auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau með betri einbeitingu. Að sama skapi hefðu þær getað skapað sér fleiri færi með örlítið meiri yfirvegun er liðið hafði boltann. Töluvert var um sendingamistök og fljótfærni sem annars einkennir ekki þetta sterka sóknarlið. Heilt yfir má segja að Þór/KA getur mun betur en liðið gerði í dag en hafa skal þó í huga að nú er tæpur mánuður síðan Pepsí-deild kvenna lauk og sást það greinilega á leik norðanstúlkna í dag að þær höfðu ekki spilað alvöru leik í töluverðan tíma. Með góðum varnarleik í leiknum ytra getur Þór/KA hæglega náð hagstæðum úrslitum sýni liðið sitt rétta andlit.Jóhann Kristinn: Einstaklingsmistökin urðu okkur að falli „Ég er bæði sáttur og ósáttur við leikinn í dag, lengst af gerðum gerðum við það sem við ætluðum okkur að gera en einstaklingsmistökin urðu okkur að falli í þessum leik. Þar vinnur hitt liðið, þær gera ekki svona mikið af einstaklingsmistökum og láta ekki hafa áhrif á sig þó svo að þær geri örfá klaufamistök en við létum mistökin hafa áhrif á okkur,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir ósigur liðsins gegn Zorkiy í Meistaradeild Evrópu. Heyra mátti á honum að hann átti von á Zorkiy liðinu sterkara en það var í leiknum. „Þetta er vel smurt og agað atvinnumannalið sem er þokkalegt í fótbolta. Ég átti von á meira afgerandi leikmönnum hjá þeim sem myndu brjóta þetta meira upp og hreinlega slátra okkur í stöðunni 2-0 en það gerðist ekki. Þvert á móti kom mér kannski aðeins á óvart að þær skyldu leyfa okkur að sækja svona mikið í seinni hálfleik undan golunni.“ Ljóst er að róðurinn hjá Þór/KA verður þungur í Rússlandi eftir viku en Jóhann Kristinn er síður en svo svartsýnn. „Möguleikar okkar í seinni leiknum liggja fyrst og fremst í því að halda hreinu í leiknum og skora helst í fyrri hálfleik. Ef það tekst er allt opið í þessu, við getum svo sannarlega skorað tvö mörk á þetta lið,“ sagði Jóhann að lokum.Hafrún: Zorkiy alls ekki sterkara lið en við Hafrún Olgeirsdóttir, markaskorari Þórs/KA, í dag segir liðið eiga fína möguleika ytra gegn Zorkiy. „Það er allt opið í þessu, þær unnu 2-1 hér og ég sé okkur alveg fara þarna út og vinna þær þar,“ sagði Hafrún brött eftir leik í dag. Hún hræðist ekki að fara til Rússlands. „Zorkiy er alls ekki sterkara en lið en við og mér fannst í stöðunni 2-0 að sú staða gæfi engan vegin rétta mynd af leiknum en þetta voru klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og góð lið nýta sér mistök andstæðinganna.“ „Heilt yfir er ég ekki ósátt við okkar leik í dag, nema hvernig við brugðumst við þessum mörkum, hengdum svolítið haus og vorum lengi í gang eftir þau.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en klaufagangur og einstaklingsmistök hjá leikmönnum Þórs/KA í fyrri hálfleik varð til þess að gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja eftir fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti besta færi Þórs/KA í fyrri hálfleik en skalli hennar snemma leiks í stöðunni 0-0 hafnaði í þverslá Zorky marksins. Svetlana Tsikikova skoraði fyrst mark leiksins fyrir gestina á 23. mínútu er fyrirgjöf hennar utarlega úr teignum fór yfir Victoriu Alonso í marki Þórs/KA og datt í fjærhornið. Nokkru síðar eða á 37. mínutu skoraði Elena Morozova annað mark Zorkiy eftir hraða sókn gestanna. Þór/KA missti boltann á slæmum stað og eftir þrjár sendingar upp völlinn hjá þeim rússnesku lá boltinn í markinu er Morozova kláraði fína fyrirgjöf Virá Diátel. Síðari hálfleikur var rólegur, Zorky-stúlkur sóttu meir og áttu nokkur ákjósanleg færi til að gera út um leikinn, meðal annars sláarskot en tókst það sem betur fer ekki fyrir Þór/KA. Heimastúlkur minnkuðu svo muninn með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur er hún potaði boltanum í netið eftir eftir fyrirgjöf Thanai Annis. Úrslitin þýða að Þór/KA þarf að allavega að skora tvö mörk í Rússlandi til að fara áfram í keppninni, en síðari leikurinn í einvígi liðanna fer fram í Rússlandi eftir viku. Þórs/KA stúlkur geta nagað sig í handabökin að hafa ekki gert betur í leiknum í dag. Mörkin sem þær fengu á sig voru klaufaleg og auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau með betri einbeitingu. Að sama skapi hefðu þær getað skapað sér fleiri færi með örlítið meiri yfirvegun er liðið hafði boltann. Töluvert var um sendingamistök og fljótfærni sem annars einkennir ekki þetta sterka sóknarlið. Heilt yfir má segja að Þór/KA getur mun betur en liðið gerði í dag en hafa skal þó í huga að nú er tæpur mánuður síðan Pepsí-deild kvenna lauk og sást það greinilega á leik norðanstúlkna í dag að þær höfðu ekki spilað alvöru leik í töluverðan tíma. Með góðum varnarleik í leiknum ytra getur Þór/KA hæglega náð hagstæðum úrslitum sýni liðið sitt rétta andlit.Jóhann Kristinn: Einstaklingsmistökin urðu okkur að falli „Ég er bæði sáttur og ósáttur við leikinn í dag, lengst af gerðum gerðum við það sem við ætluðum okkur að gera en einstaklingsmistökin urðu okkur að falli í þessum leik. Þar vinnur hitt liðið, þær gera ekki svona mikið af einstaklingsmistökum og láta ekki hafa áhrif á sig þó svo að þær geri örfá klaufamistök en við létum mistökin hafa áhrif á okkur,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir ósigur liðsins gegn Zorkiy í Meistaradeild Evrópu. Heyra mátti á honum að hann átti von á Zorkiy liðinu sterkara en það var í leiknum. „Þetta er vel smurt og agað atvinnumannalið sem er þokkalegt í fótbolta. Ég átti von á meira afgerandi leikmönnum hjá þeim sem myndu brjóta þetta meira upp og hreinlega slátra okkur í stöðunni 2-0 en það gerðist ekki. Þvert á móti kom mér kannski aðeins á óvart að þær skyldu leyfa okkur að sækja svona mikið í seinni hálfleik undan golunni.“ Ljóst er að róðurinn hjá Þór/KA verður þungur í Rússlandi eftir viku en Jóhann Kristinn er síður en svo svartsýnn. „Möguleikar okkar í seinni leiknum liggja fyrst og fremst í því að halda hreinu í leiknum og skora helst í fyrri hálfleik. Ef það tekst er allt opið í þessu, við getum svo sannarlega skorað tvö mörk á þetta lið,“ sagði Jóhann að lokum.Hafrún: Zorkiy alls ekki sterkara lið en við Hafrún Olgeirsdóttir, markaskorari Þórs/KA, í dag segir liðið eiga fína möguleika ytra gegn Zorkiy. „Það er allt opið í þessu, þær unnu 2-1 hér og ég sé okkur alveg fara þarna út og vinna þær þar,“ sagði Hafrún brött eftir leik í dag. Hún hræðist ekki að fara til Rússlands. „Zorkiy er alls ekki sterkara en lið en við og mér fannst í stöðunni 2-0 að sú staða gæfi engan vegin rétta mynd af leiknum en þetta voru klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og góð lið nýta sér mistök andstæðinganna.“ „Heilt yfir er ég ekki ósátt við okkar leik í dag, nema hvernig við brugðumst við þessum mörkum, hengdum svolítið haus og vorum lengi í gang eftir þau.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira