Bauhaus krefur starfsmenn um endurgreiðslu launa Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 15:11 Bauhaus er ein stærsta byggingavöruverslun landsins. Mynd/GVA Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið. Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið.
Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira