Erlent

Skipstjórinn vildi sigla nær eyjunni Giglio

Francesco Schettino mætir til réttarhaldanna.
Francesco Schettino mætir til réttarhaldanna. Mynd/AP
Antonello Tievoli, einn úr áhöfn skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, játaði fyrir rétti í dag að hafa beðið Francesco Schettino skipstjóra um að sigla nær eyjunni Giglio.

Tievoli segist hafa beðið Schettino um þetta til að gleðja fjölskyldu sína, sem býr á eyjunni. Þetta var viku áður en skipið strandaði þar í ársbyrjun 2012.

Schettino varð við beiðninni og skipaði svo fyrir að siglt skyldi nær en venjulega. Eftir að hafa siglt framhjá sagðist Schettino hafa viljað sigla enn nær, og skipaði svo fyrir að það skyldi gert viku seinna.

En þá strandaði skipið á skeri.

Við réttarhöldin í dag kom einnig fram að Domenica Cemortan, dómenísk kona sem var um borð í skipinu, hafi verið ástkona skipstjórans.

Hún staðfesti þetta sjálf og játaði að hafa verið hjá skipstjóranum þegar skipinu var siglt í strand.

Strandið kostaði 32 manns lífið. Schettino á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um manndráp af gáleysi og að hafa yfirgefið skipið of snemma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×