Íslenski boltinn

Sportspjallið: Umræða um álag og meiðsli efnilegustu stelpna landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Ef leikmaður er nægilega góður til þess að spila með meistaraflokki hvaða erindi hefur hún í að spila með 3. flokki. Fyrir mér er engin glóra í því.“

Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Freyr er gestur Kolbeins Tuma Daðasonar í Sportspjallsinu á Vísi þessa vikuna þar sem farið var um víðan völl er varðar íslenska kvennaknattspyrnu.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér.

Komið var inn á hið gífurlega álag sem efnilegustu leikmenn landsins í kvennaflokki eru undir.

„Við þurfum að minnka áherslu á úrslit í 2. og 3. flokki og fara að þjálfa leikmennina. Leikmenn eiga frekar að spila með einum flokki og æfa og æfa vel,“ segir Freyr. Hann segist hafa velt þessu vandamáli fyrir sér í mörg ár.

„Hvernig á leikmaður sem spilar með þremur flokkum að geta bætt sig? Það er ekki hægt. Það eina sem þær gera er að spila og æfa létt til skiptis. Framfarirnar verða hægar.“

Freyr sagði sína skoðun á því hver ætti að grípa í taumana, farið var yfir efnilega leikmenn sem lent hafa í erfiðum meiðslum auk þess sem birt var nokkuð sláandi tölfræði yfir fjölda leikja sem einn efnilegasti leikmaður Íslands spilaði árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×