Þarf ekki hrotta til að leika hrotta Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2013 14:41 Er Þröstur Leó nógu mikill fauti til að geta leikið Bernörðu Alba? Borgarleikhúsið Leiksýningin Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur ætlar að reynast umdeild. Ummæli leikstjórans áður en til frumsýningar kom valda uppnámi innan leikhúsgeirans. „Það þarf ekki hrotta til að lýsa hrotta á sviði,“ segir María Kristjánsdóttir leikstjóri í samtali við Vísi; um ummæli Kristínar Jóhannesdóttur stöllu sinnar sem féllu í Djöflaeyju Ríkissjónvarpsins í síðustu viku. Ummælin féllu í viðtali um uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á leikriti Lorca, Húsi Bernhörðu Alba, eru svohljóðandi: „Ég gerði mér mjög sterka og skýra grein fyrir því í upphafi að þa væri ekki að finna konu í leikarastétt sem væri það mikill hrotti og fauti að hægt væri að gera því trúverðug skil.“ María leikstýrði þessu verki Lorca árið 1989 í Þjóðleikhúsinu og fór þá Kristbjörg Kjeld með titilhlutverkið. Þórunn Sigurðardóttir setti þetta sama verk upp hjá LA og þar lék Sigríður Hagalín heitin titilhlutverkið og hlaut mikið lof fyrir. María segist fullkomlega vanhæf til að tjá sig um uppfærslu vinkonu sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. En val Kristínar á Þresti Leó Gunnarssyni í hlutverk Bernörðu Alba hefur vakið umræður víða á netinu. Um leið og menn velta því fyrir sér hvort Þröstur teljist þá nógu mikill fauti til að fara með hlutverkið vekja ummæli Kristínar athygli í ljósi frægrar ræðu sem hún flutti á síðustu Eddu um skarðan hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Þetta er mesta rugl sem ég hef á ævinni heyrt,“ segir leikstjórinn Heiðar Sumarliðason á sinni Fb-síðu og Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir: „Mér finnst þetta fráleit afstaða leikstýrunnar. Fráleit.“ Vísir hefur heimildir fyrir því að víða innan leikhúsgeirans furði menn sig á afstöðu Kristínar og í morgun birti svo Fréttablaðið leikdóm Jóns Viðars Jónssonar þar sem hann gefur sýningunni eina stjörnu. Jón Viðar segir í niðurstöðu: „Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta.“ Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leiksýningin Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur ætlar að reynast umdeild. Ummæli leikstjórans áður en til frumsýningar kom valda uppnámi innan leikhúsgeirans. „Það þarf ekki hrotta til að lýsa hrotta á sviði,“ segir María Kristjánsdóttir leikstjóri í samtali við Vísi; um ummæli Kristínar Jóhannesdóttur stöllu sinnar sem féllu í Djöflaeyju Ríkissjónvarpsins í síðustu viku. Ummælin féllu í viðtali um uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á leikriti Lorca, Húsi Bernhörðu Alba, eru svohljóðandi: „Ég gerði mér mjög sterka og skýra grein fyrir því í upphafi að þa væri ekki að finna konu í leikarastétt sem væri það mikill hrotti og fauti að hægt væri að gera því trúverðug skil.“ María leikstýrði þessu verki Lorca árið 1989 í Þjóðleikhúsinu og fór þá Kristbjörg Kjeld með titilhlutverkið. Þórunn Sigurðardóttir setti þetta sama verk upp hjá LA og þar lék Sigríður Hagalín heitin titilhlutverkið og hlaut mikið lof fyrir. María segist fullkomlega vanhæf til að tjá sig um uppfærslu vinkonu sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. En val Kristínar á Þresti Leó Gunnarssyni í hlutverk Bernörðu Alba hefur vakið umræður víða á netinu. Um leið og menn velta því fyrir sér hvort Þröstur teljist þá nógu mikill fauti til að fara með hlutverkið vekja ummæli Kristínar athygli í ljósi frægrar ræðu sem hún flutti á síðustu Eddu um skarðan hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Þetta er mesta rugl sem ég hef á ævinni heyrt,“ segir leikstjórinn Heiðar Sumarliðason á sinni Fb-síðu og Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir: „Mér finnst þetta fráleit afstaða leikstýrunnar. Fráleit.“ Vísir hefur heimildir fyrir því að víða innan leikhúsgeirans furði menn sig á afstöðu Kristínar og í morgun birti svo Fréttablaðið leikdóm Jóns Viðars Jónssonar þar sem hann gefur sýningunni eina stjörnu. Jón Viðar segir í niðurstöðu: „Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta.“
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira