Innlent

Stefna fjarskiptafyrirtækjum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.
Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.
Fjögur samtök höfundarrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður.

Málin verða þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Tal, Hringdu og 365 miðlar.

Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði í október lögbannskröfu rétthafasamtakanna þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptisíðunum Deildu.net og PirateBay.

Sýslumaður taldi að samtökin ættu að höfða skaðabótamál fyrir dómstólum á hendur vefjunum, enda hafi þeir verið starfræktir um nokkra hríð.

Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.

Í lögbannskröfunni var lagt til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vef­síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×