Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 14. nóvember 2013 10:49 FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér. Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira