Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2013 11:50 Stúlkurnar voru gripnar á flugvellinum í Prag með eiturlyf í fórum sínum. Mynd/Samsett Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það. Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það.
Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34