Margrét Þórhildur II Danadrottning er á Íslandi í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara.
Í kvöld snæddi hún hátíðarkvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum.
Meðal gesta voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Siguður Líndal lagaprófessor og Arnaldur Indriðason rithöfundur.
Boðið var upp á grænmeti borið fram með reyktum áli og fylltu eggi í forrétt. Í aðalrétt var sunnlenskur lax með íslensku rótargrænmeti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með jarðaberjum.
Í ræðu Ólafs Ragnars kom fram að Þórhildur drottning er sá þjóðhöfðingi erlendur sem oftast hefur setið til borðs á Bessastöðum, sem hann sagði í senn skemmtilega sönnun á einstakri vináttu þjóðanna og um leið vitnisburð um að enn séu þær að bæta nýjum köflum við söguna.
Innlent