Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 27-31 | Hafnarfjörður er rauður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. nóvember 2013 18:06 Haukar skelltu FH í toppslag Olís deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld 27-31. Frábær vörn Hauka lagði grunninn að sigrinum en mest munaði tíu mörkum á liðunum í leiknum. FH var 10-8 yfir eftir 20 mínútna leik en þá skelltu Haukar í lás í vörninnni og Einar Ólafur Vilmundarson fór á kostum í markinu. FH skoraði sex mörk gegn einu og var 14-11 yfir í hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og þrátt fyrir að vera manni færri skoruðu Haukar þrjú fyrstu mörk seinni hálfleik og komust sex mörkum yfir 17-11. Sóknarleikur FH var vægast sagt vandræðalegur og réð ekkert við sterka vörn Hauka. Sóknarleikur Hauka gekk mjög vel þar til staðan var orðin 25-15 Haukum í vil. Þá vaknaði FH-liðið og fór að láta finna fyrir sér í vörninni. Í kjölfarið fóru annars slakir markverðir FH í kvöld að verja og hraðaupphlaupin fylgdu. Haukar voru mikið manni færri í seinni hálfleik og það hjálpaði FH að minnka muninn í þrjú mörk 27-24 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. FH kom forskoti Hauka niður í tvö mörk en Árni Steinn Steinþórsson sá til þess að FH kæmist ekki nær með tveimur mörkum á lykil augnabliki og Haukar því einir á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan FH. Patrekur: Ef þú gleymir þér ferðu neðar á textavarpinu.„Við byrjum vel í seinni hálfleik og það kemur kjaftshögg á FH-ingana en svo kemur kafli þar sem við erum pínu kærulausir og það koma tveggja mínútna dómar sem manni fannst frekar ódýrt en við kláruðum þetta,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Það hefði verið skelfilegt ef við hefðum ekki náð að loka þessu því við vorum sterkari á heildina litið. „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila á móti liði sem er mjög sterkt og það er eðlilegt að þeir spyrni á móti. Það er ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Patrekur sem er virkilega ánægður hjá Haukum. „Ég er með sterkan hóp og það sem gerir þetta ánægjulegt hjá mér er að Hauka missa held ég sex leikmenn fyrir tímabilið og fá einn og samt sem áður er ég í vandræðum með að velja í liðið og það eru fjórir, fimm sem eru helvíti fúlir og þeir eiga að vera það. Það er mikil samkeppni í liðinu. „Ég er það heppinn að vera með frábært teymi. Ég er með Óskar Ármannsson sem er frábæra aðstoðarþjálfari eða samstarfsmaður. Gísli Guðmundsson sér um markmennina og hann á allan heiður af þeirra frammistöðu. „Haukar er flott lið og ég er virkilega ánægður. Það stór hópur í kringum þetta og er sterkt félag. Þetta fólk á líka stóran þátt í þessu hjá okkur,“ sagði Patrekur en Haukar hafa nú leikið sex leiki án taps. „Við unnum FH síðast og svo töpuðum við í arfaslökum leik á móti Fram þar sem við skorum 17 mörk, við áttum að loka þeim leik þar sem við vorum 17-14 yfir en klúðruðum því. Það er einn leikur eftir og auðvitað eiga menn að gleðjast núna og brosa. „Við þurfum að fókusa á Fram og ég vona að menn séu ekki búnir að gleyma tapinu gegn þeim,“ sagð Patrekur en það var síðasta tap Hauka í deildinni. Haukar verða á toppnum um áramótin en Patrekur vill ekki að leikmenn gleymi sér í gleðinni sem því fylgir. „Það er fínt en um leið og maður fer að halla sér aftur og kveikja á textavarpinu og gleymir að mæta á æfingu af því að þú ert á toppnum, þá fer maður neðar á textavarpinu,“ sagði Patrekur sem er greinilega af gamla skólanum. Einar Andri: Vinnum ekki án markvörslu og varnarleiks„Þetta var afleitur kaflu hjá okkur, síðustu tíu í fyrri hálfleik og fyrstu tíu, fimmtán í seinni hálfleik. Þetta var afleitt, sérstaklega varnarlega og markvarslan var slök,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leikinn í kvöld. „Við megum gefa liðinu kredit fyrir að gefast ekki upp, það hefði verið auðvelt að hætta tíu mörkum undir en við komum þessu bara í tvö mörk. „Þeir hittu og Sigurbergur og Árni voru að setja boltann í vinklana á meðan við vorum að fara illa með góð færi. Þannig er þessi leikur oft,“ sagði Einar Andri en herslumuninn vantaði til að fá stoppin í vörninni þegar munurinn var kominn niður í tvö mörk. „Haukar voru betri en við í dag en það er bara nóvember og nægur tími til að laga hlutina. „Það er fúlt að tapa þessum leikjum. Við ætluðum á toppinn en það tókst því miður ekki. Við þurfum að fara vel yfir þessa spilamennsku því hún var ekki góð. „Við höfum mest fengið á okkur 25 mörk í vetur þar til nú og höfum verið að fara þetta á varnarleik og markvörslu en það var ekki til staðar í dag og FH vinnur ekki leiki þannig,“ sagði Einar Andri að lokum. Árni Steinn: Ég fékk flugbraut„Við missum tíu mörk niður í tvö en við vorum með kaldan haus og kláruðum þetta,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson sem fór mikinn hjá Haukum í kvöld og ekki síst á lokakaflanum. „Mér fannst FH gefa mér skotfæri í þessum leik. Þeir stigu út í Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tjörva (Þorgeirsson) og ég fékk flugbraut og nýtti mér það. „Þetta var blanda af værukærð og við létum reka okkur mikið klaufalega útaf. Við vorum einum færri í tíu mínútna kafla þegar þeir gátu keyrt á okkur og þá gekk allt upp hjá þeim,“ sagði Árni Steinn um kaflan þegar FH minnkaði muninn út tíu mörkum í tvö. „Þetta var jafnt í fyrri hálfleik en við náum smá sprett undir lokin og komumst þremur mörkum yfir. Svo var það þessi mikilvægi tímapunktur í byrjun seinni hálfleiks að hamra járnið á meðan það var heitt og við gerðum það svo sannarlega. „Það er staðfest að við förum í jólafrí á toppnum. Það var okkar markmið. Þetta er gott skref í áttina að úrslitakeppni,“ sagði Árni Steinn. Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Haukar skelltu FH í toppslag Olís deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld 27-31. Frábær vörn Hauka lagði grunninn að sigrinum en mest munaði tíu mörkum á liðunum í leiknum. FH var 10-8 yfir eftir 20 mínútna leik en þá skelltu Haukar í lás í vörninnni og Einar Ólafur Vilmundarson fór á kostum í markinu. FH skoraði sex mörk gegn einu og var 14-11 yfir í hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og þrátt fyrir að vera manni færri skoruðu Haukar þrjú fyrstu mörk seinni hálfleik og komust sex mörkum yfir 17-11. Sóknarleikur FH var vægast sagt vandræðalegur og réð ekkert við sterka vörn Hauka. Sóknarleikur Hauka gekk mjög vel þar til staðan var orðin 25-15 Haukum í vil. Þá vaknaði FH-liðið og fór að láta finna fyrir sér í vörninni. Í kjölfarið fóru annars slakir markverðir FH í kvöld að verja og hraðaupphlaupin fylgdu. Haukar voru mikið manni færri í seinni hálfleik og það hjálpaði FH að minnka muninn í þrjú mörk 27-24 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. FH kom forskoti Hauka niður í tvö mörk en Árni Steinn Steinþórsson sá til þess að FH kæmist ekki nær með tveimur mörkum á lykil augnabliki og Haukar því einir á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan FH. Patrekur: Ef þú gleymir þér ferðu neðar á textavarpinu.„Við byrjum vel í seinni hálfleik og það kemur kjaftshögg á FH-ingana en svo kemur kafli þar sem við erum pínu kærulausir og það koma tveggja mínútna dómar sem manni fannst frekar ódýrt en við kláruðum þetta,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Það hefði verið skelfilegt ef við hefðum ekki náð að loka þessu því við vorum sterkari á heildina litið. „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila á móti liði sem er mjög sterkt og það er eðlilegt að þeir spyrni á móti. Það er ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Patrekur sem er virkilega ánægður hjá Haukum. „Ég er með sterkan hóp og það sem gerir þetta ánægjulegt hjá mér er að Hauka missa held ég sex leikmenn fyrir tímabilið og fá einn og samt sem áður er ég í vandræðum með að velja í liðið og það eru fjórir, fimm sem eru helvíti fúlir og þeir eiga að vera það. Það er mikil samkeppni í liðinu. „Ég er það heppinn að vera með frábært teymi. Ég er með Óskar Ármannsson sem er frábæra aðstoðarþjálfari eða samstarfsmaður. Gísli Guðmundsson sér um markmennina og hann á allan heiður af þeirra frammistöðu. „Haukar er flott lið og ég er virkilega ánægður. Það stór hópur í kringum þetta og er sterkt félag. Þetta fólk á líka stóran þátt í þessu hjá okkur,“ sagði Patrekur en Haukar hafa nú leikið sex leiki án taps. „Við unnum FH síðast og svo töpuðum við í arfaslökum leik á móti Fram þar sem við skorum 17 mörk, við áttum að loka þeim leik þar sem við vorum 17-14 yfir en klúðruðum því. Það er einn leikur eftir og auðvitað eiga menn að gleðjast núna og brosa. „Við þurfum að fókusa á Fram og ég vona að menn séu ekki búnir að gleyma tapinu gegn þeim,“ sagð Patrekur en það var síðasta tap Hauka í deildinni. Haukar verða á toppnum um áramótin en Patrekur vill ekki að leikmenn gleymi sér í gleðinni sem því fylgir. „Það er fínt en um leið og maður fer að halla sér aftur og kveikja á textavarpinu og gleymir að mæta á æfingu af því að þú ert á toppnum, þá fer maður neðar á textavarpinu,“ sagði Patrekur sem er greinilega af gamla skólanum. Einar Andri: Vinnum ekki án markvörslu og varnarleiks„Þetta var afleitur kaflu hjá okkur, síðustu tíu í fyrri hálfleik og fyrstu tíu, fimmtán í seinni hálfleik. Þetta var afleitt, sérstaklega varnarlega og markvarslan var slök,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leikinn í kvöld. „Við megum gefa liðinu kredit fyrir að gefast ekki upp, það hefði verið auðvelt að hætta tíu mörkum undir en við komum þessu bara í tvö mörk. „Þeir hittu og Sigurbergur og Árni voru að setja boltann í vinklana á meðan við vorum að fara illa með góð færi. Þannig er þessi leikur oft,“ sagði Einar Andri en herslumuninn vantaði til að fá stoppin í vörninni þegar munurinn var kominn niður í tvö mörk. „Haukar voru betri en við í dag en það er bara nóvember og nægur tími til að laga hlutina. „Það er fúlt að tapa þessum leikjum. Við ætluðum á toppinn en það tókst því miður ekki. Við þurfum að fara vel yfir þessa spilamennsku því hún var ekki góð. „Við höfum mest fengið á okkur 25 mörk í vetur þar til nú og höfum verið að fara þetta á varnarleik og markvörslu en það var ekki til staðar í dag og FH vinnur ekki leiki þannig,“ sagði Einar Andri að lokum. Árni Steinn: Ég fékk flugbraut„Við missum tíu mörk niður í tvö en við vorum með kaldan haus og kláruðum þetta,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson sem fór mikinn hjá Haukum í kvöld og ekki síst á lokakaflanum. „Mér fannst FH gefa mér skotfæri í þessum leik. Þeir stigu út í Begga (Sigurberg Sveinsson) og Tjörva (Þorgeirsson) og ég fékk flugbraut og nýtti mér það. „Þetta var blanda af værukærð og við létum reka okkur mikið klaufalega útaf. Við vorum einum færri í tíu mínútna kafla þegar þeir gátu keyrt á okkur og þá gekk allt upp hjá þeim,“ sagði Árni Steinn um kaflan þegar FH minnkaði muninn út tíu mörkum í tvö. „Þetta var jafnt í fyrri hálfleik en við náum smá sprett undir lokin og komumst þremur mörkum yfir. Svo var það þessi mikilvægi tímapunktur í byrjun seinni hálfleiks að hamra járnið á meðan það var heitt og við gerðum það svo sannarlega. „Það er staðfest að við förum í jólafrí á toppnum. Það var okkar markmið. Þetta er gott skref í áttina að úrslitakeppni,“ sagði Árni Steinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira