Erlent

Breskur poppari játar gróft barnaníð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP
Tónlistarmaðurinn Ian Watkins játaði fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum. Hann hafði áður neitað ásökunum. Watkins var ákærður fyrir 24 kynferðisbrot. BBC greinir frá.

Yfirheyrslur í málinu fóru fram fyrir dómstólum í dag og þar játaði Watkins einhver brotanna. Tvær konur sem voru ákærðar með honum játuðu hlutdeild og samverknað í nokkrum brotanna.

Fékk aðdáendur til að misnota börnin sín

Watkins er 36 ára gamall og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Lostprophets. Hann er sagður hafa nýtt sér frægð sína til þess að stunda brotin.

Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhaldinu en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“

Önnur kvennanna sendi Watkins meðal annars mynd af barninu sínu þar sem fram kom í texta með myndinni að barnið þyrfti að vita að það væri ekki elskað.

Í einhverjum tilfellum virðist Watkins hafa neytt börnin sem hann misnotaði til þess að neyta eiturlyfja.

Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins ber við minnsleysi.

Ein af vörnum Watkins er að brjálaðir aðdáendur hans hafi komið þessum myndböndum fyrir í tækjum hans.

Meðal þess sem Watkins hefur þó játað er að eiga eða hafa búið til kynferðislegar myndir eða myndbönd af börnum. Hann játaði einnig að eiga mynd þar af grófum kynferðislegum athöfnum með dýri.



Hann fékk með sér ungar stúlkur á hótelherbergi eftir tónleika þar sem hann lét þær klæðast skólabúningum og tók athafnir þeirra upp. Í fórum Watkins fundust fjöldi mynda af börnum beittum ofbeldi á hótelum víðsvegar um Bretland. Í frétt BBC segir að sum þessara sönnunarganga séu svo yfirgengilega hryllileg að ekki sé hægt að greina frá þeim.

Afar umfangsmikið mál

Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni í Wales sagði í dag fyrir utan dómshúsið að rannsóknin í þessu máli væri sú allra hrikalegasta sem hann hefði nokkurn tíman upplifað.

Eftir játningar Watkins og kvennana kallaði dómarinn kviðdóminn til sín og sagði að ekki væri þörf á frekari meðferð málsins fyrir rétti. „Ykkur hefur verið bjargað frá því að sjá afar ógeðfelldar og hræðilegar myndir,“ sagði dómarinn við kviðdóminn við það tækifæri.

Dómur í málinu verður kveðinn upp 18. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×