Innlent

Ræða meintar hleranir Bandaríkjamanna

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag til að ræða samskipti Íslands og Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.

Ísland er í hópi ríkja sem hafa unnið náið með Bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, samkvæmt lista sem spænska blaðið El Mundo birti í byrjun þessa mánaðar. Listinn kom frá uppljóstraranum Edward Snowden.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur haft málið til umfjöllunar. Í dag sitja fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir svörum auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að íslenskar stofnanir hafi verið í nánu samstarfi við NSA.  „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þetta eigi við um Ísland. Hins vegar lítum við á það sem skyldu okkar að kanna málið gaumgæfilega,“ segir Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×