Ein besta skíðakona heims, Lindsey Vonn, datt illa á æfingu í gær og óttast er að hún hafi meiðst illa á hné.
Slysið átti sér stað í Colorado í gær þar sem Vonn er við æfingar þessa dagana. Hnéð verður rannsakað ítarlega í dag.
Ekki er vitað hvort hún meiddist á sama hné og gaf sig í febrúar á þessu ári. Hún hefur ekkert keppt síðan og var að ná fyrri styrk.
Það væri því mikið áfall fyrir hana ef hún þarf aftur að hvíla í einhverja mánuði.
