Gugga þarf að rifja upp Verzló-þýskuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2013 20:14 Mynd/Guðmundur Svansson „Ég er í skýjunum og ótrúlega spennt. Ég hlakka til að mæta til æfinga en er jafnframt pínu stressuð. Ég geri mér grein fyrir að þetta verður ekki auðvelt,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Landsliðsmarkvörðurinn hefur skrifað undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg æfði með þýska liðinu á dögunum og fékk í kjölfarið samningstilboð. Hún gerði gagntilboð og niðurstaða fékk í málið. „Ég er ánægð með samninginn,“ sagði Guðbjörg sem vildi ekki ræða innihald hans sérstaklega. Hann væri til eins og hálfs árs eða út keppnistímabilið 2014-15. Ljóst er að samkeppnin hjá Potsdam er mikil og skiptir þá engu um hvaða leikstöðu ræðir. Liðið hefur orðið þýskur meistari fjögur ár af síðustu fimm og tvívegis Evrópumeistari undanfarin áratug. Þrír markverðir eru fyrir á mála hjá þýska liðinu en Ann-Katrin Berger hefur spilað alla leikina á keppnistímabilinu.Guðbjörg ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Mynd/Daníel„Ég þarf að slá hana út,“ segir Guðbjörg og bætir við að forsvarsmenn félagsins hafi gert henni ljóst að enginn væri áskrifandi að sæti í liðinu. Liðið hefði áður haft erlendan markvörð á sínum snærum. Sá þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en vann sér svo sæti í liðinu. Potsdam tapaði 3-0 gegn Frankfurt í uppgjöri toppliðanna í þýsku deildinni um helgina. Frankfurt hefur 26 stig á toppnum en Potsdam er í öðru sæti með 20 stig. Tapið var hið fyrsta hjá liðinu á leiktíðinni. Liðið hefur 20 stig en á leik til góða á Frankfurt 21. desember. Í kjölfarið verður gert hlé á deildinni þar til 23. febrúar. „Ég hef einn og hálfan mánuð til að sanna mig á æfingum. Það er betra en ef deildin hefði verið í fullum gangi þegar ég mætti,“ segir Guðbjörg sem nú dvelur í dóminíska lýðveldinu í kærkomnu jólafríi. Hún kíkir til Íslands yfir jólin og svo um áramótin til Svíþjóðar. Þaðan þarf að koma búslóðinni til Þýskalands áður en mæting er á fyrstu æfingu þann 5. janúar.Mynd/Guðmundur SvanssonMargrét Lára Viðarsdóttir spilaði á sínum tíma með Potsdam. Guðbjörg ræddi við hana áður en hún hélt til æfinga hjá liðinu. Hún hafi gert sér ljóst að kröfurnar væru afar miklar og því hafi hún fengið að kynnast á æfingum. Hún vonast til að bæta sig enda sé allt til alls hjá félaginu. „Auk aðal- og markmannsþjálfara eru tveir frjálsíþróttaþjálfarar, þrír sjúkraþjálfarar og læknir. Það er allt til alls,“ segir Guðbjörg sem líkir æfingasvæði félagsins við Laugardalinn. Þar sé innanhússaðstaða, gervigrasvellir, grasvellir, sundlaug auk eimbaðs og heits pottar í búningsklefanum. „Ég get ekki séð að hægt sé að komast í betri umgjörð til að bæta sig,“ segir Guðbjörg sem mun búa í íbúð nærri æfingasvæðinu. Hún á von á því að æft verði þrisvar sinnum á dag eftir áramót áður en deildin hefjist. Þá þurfi hún að dusta rykið af þýsku bókunum.Mynd/ÓskarÓ„Þjálfarinn og markmannsþjálfarinn tala eiginlega bara þýsku,“ segir Guðbjörg sem lærði tungumálið í Verzló á sínum tíma. „Ég er búinn að gleyma flestu en ég næ að læra þetta. Ég er nokkuð fljót að ná tungumálum.“ Hún segir þýska markmannsþjálfarann strax hafa farið að breyta áherslunum hvað markvörslu varðaði. Ekki að hennar aðferðir til að verja væru rangar heldur vildu Þjóðverjarnir hafa hlutina eftir sínu höfði. Engan skildi undra. Þýskir markverðir væru líklega þeir bestu í heimi. Guðbjörg segist skilja í góðu við félaga sína hjá norska liðinu Avaldsnes. Liðið var nýliði í norsku deildinni í ár og fór alla leið í bikarúrslitin. Guðbjörg var fyrirliði liðsins. „Þeir skildu mína ákvörðun að ég væri að velja miklu betra lið. Ég hefði aldrei yfirgefið þá fyrir slakara lið,“ segir markvörðurinn. „Þetta er lið sem stefnir á að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Það vilja allir leikmenn spila í svona liði.“Nordicphotos/GettyHún vonast til þess að hennar staða hjá stóru félagi muni hjálpa henni í baráttunni við Þóru Björgu Helgadóttur um byrjunarliðssætið í íslenska landsliðinu. „Það hlýtur að gera það. Þetta er eitt besta lið í heimi og ef ég er að spila með því hlýtur það að styrkja mína stöðu,“ segir Guðbjörg full sjálfstrausts um að geta komist í byrjunarliðið þótt ekkert sé gefins. Mikill agi sé hjá þýska liðinu og leikmenn séu látnir heyra það. „Maður þarf að vera með þykkan skráp og það er örugglega stundum gott að skilja ekki þýskuna,“ sagði Guðbjörg létt. Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
„Ég er í skýjunum og ótrúlega spennt. Ég hlakka til að mæta til æfinga en er jafnframt pínu stressuð. Ég geri mér grein fyrir að þetta verður ekki auðvelt,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Landsliðsmarkvörðurinn hefur skrifað undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg æfði með þýska liðinu á dögunum og fékk í kjölfarið samningstilboð. Hún gerði gagntilboð og niðurstaða fékk í málið. „Ég er ánægð með samninginn,“ sagði Guðbjörg sem vildi ekki ræða innihald hans sérstaklega. Hann væri til eins og hálfs árs eða út keppnistímabilið 2014-15. Ljóst er að samkeppnin hjá Potsdam er mikil og skiptir þá engu um hvaða leikstöðu ræðir. Liðið hefur orðið þýskur meistari fjögur ár af síðustu fimm og tvívegis Evrópumeistari undanfarin áratug. Þrír markverðir eru fyrir á mála hjá þýska liðinu en Ann-Katrin Berger hefur spilað alla leikina á keppnistímabilinu.Guðbjörg ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Mynd/Daníel„Ég þarf að slá hana út,“ segir Guðbjörg og bætir við að forsvarsmenn félagsins hafi gert henni ljóst að enginn væri áskrifandi að sæti í liðinu. Liðið hefði áður haft erlendan markvörð á sínum snærum. Sá þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en vann sér svo sæti í liðinu. Potsdam tapaði 3-0 gegn Frankfurt í uppgjöri toppliðanna í þýsku deildinni um helgina. Frankfurt hefur 26 stig á toppnum en Potsdam er í öðru sæti með 20 stig. Tapið var hið fyrsta hjá liðinu á leiktíðinni. Liðið hefur 20 stig en á leik til góða á Frankfurt 21. desember. Í kjölfarið verður gert hlé á deildinni þar til 23. febrúar. „Ég hef einn og hálfan mánuð til að sanna mig á æfingum. Það er betra en ef deildin hefði verið í fullum gangi þegar ég mætti,“ segir Guðbjörg sem nú dvelur í dóminíska lýðveldinu í kærkomnu jólafríi. Hún kíkir til Íslands yfir jólin og svo um áramótin til Svíþjóðar. Þaðan þarf að koma búslóðinni til Þýskalands áður en mæting er á fyrstu æfingu þann 5. janúar.Mynd/Guðmundur SvanssonMargrét Lára Viðarsdóttir spilaði á sínum tíma með Potsdam. Guðbjörg ræddi við hana áður en hún hélt til æfinga hjá liðinu. Hún hafi gert sér ljóst að kröfurnar væru afar miklar og því hafi hún fengið að kynnast á æfingum. Hún vonast til að bæta sig enda sé allt til alls hjá félaginu. „Auk aðal- og markmannsþjálfara eru tveir frjálsíþróttaþjálfarar, þrír sjúkraþjálfarar og læknir. Það er allt til alls,“ segir Guðbjörg sem líkir æfingasvæði félagsins við Laugardalinn. Þar sé innanhússaðstaða, gervigrasvellir, grasvellir, sundlaug auk eimbaðs og heits pottar í búningsklefanum. „Ég get ekki séð að hægt sé að komast í betri umgjörð til að bæta sig,“ segir Guðbjörg sem mun búa í íbúð nærri æfingasvæðinu. Hún á von á því að æft verði þrisvar sinnum á dag eftir áramót áður en deildin hefjist. Þá þurfi hún að dusta rykið af þýsku bókunum.Mynd/ÓskarÓ„Þjálfarinn og markmannsþjálfarinn tala eiginlega bara þýsku,“ segir Guðbjörg sem lærði tungumálið í Verzló á sínum tíma. „Ég er búinn að gleyma flestu en ég næ að læra þetta. Ég er nokkuð fljót að ná tungumálum.“ Hún segir þýska markmannsþjálfarann strax hafa farið að breyta áherslunum hvað markvörslu varðaði. Ekki að hennar aðferðir til að verja væru rangar heldur vildu Þjóðverjarnir hafa hlutina eftir sínu höfði. Engan skildi undra. Þýskir markverðir væru líklega þeir bestu í heimi. Guðbjörg segist skilja í góðu við félaga sína hjá norska liðinu Avaldsnes. Liðið var nýliði í norsku deildinni í ár og fór alla leið í bikarúrslitin. Guðbjörg var fyrirliði liðsins. „Þeir skildu mína ákvörðun að ég væri að velja miklu betra lið. Ég hefði aldrei yfirgefið þá fyrir slakara lið,“ segir markvörðurinn. „Þetta er lið sem stefnir á að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Það vilja allir leikmenn spila í svona liði.“Nordicphotos/GettyHún vonast til þess að hennar staða hjá stóru félagi muni hjálpa henni í baráttunni við Þóru Björgu Helgadóttur um byrjunarliðssætið í íslenska landsliðinu. „Það hlýtur að gera það. Þetta er eitt besta lið í heimi og ef ég er að spila með því hlýtur það að styrkja mína stöðu,“ segir Guðbjörg full sjálfstrausts um að geta komist í byrjunarliðið þótt ekkert sé gefins. Mikill agi sé hjá þýska liðinu og leikmenn séu látnir heyra það. „Maður þarf að vera með þykkan skráp og það er örugglega stundum gott að skilja ekki þýskuna,“ sagði Guðbjörg létt.
Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira