Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi C-deildarliðsins Wolves sem tapaði fyrir MK Dons á heimavelli í dag, 2-0.
Björn Bergmann hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Wolves en yfirleitt komið við sögu sem varamaður. En í dag var ekki pláss fyrir hann í átján manna leikmannahópi liðsins en ekki er vitað til þess að Björn Bergmann eigi við meiðsli að stríða.
Wolves er í öðru sæti deildarinnar en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og skorað í hvorugum þeirra. Liðið er með 43 stig, einu á eftir toppliði Leyton Orient.
Björn Bergmann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu en fengið aðeins sex leiki í byrjunarliði.
Kári Árnason spilaði allan leikinn í liði Peterborough sem gerði 2-2 jafntefli gegn Gillingham. Peterborough er í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig.

