Innlent

"Við töpuðum öllu“

„Þrátt fyrir allt tapið þá höfum við gert upp við öll þau tónlsitaratriði sem komu fram nema 8,“ segir Óli Geir.
„Þrátt fyrir allt tapið þá höfum við gert upp við öll þau tónlsitaratriði sem komu fram nema 8,“ segir Óli Geir. mynd/365
„Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 miljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Þar gerir hann upp tónlistarhátíðina Keflavík Music Festival sem haldin var í byrjun júní. Hátíðin vatki mikla athygli og gagnrýndu tónlistarmenn, sem áttu að koma fram á hátíðinni, skipulag hátíðarinnar.

Í pistlinum fer Óli Geir yfir allt ferlið. Skipulagið hafi tekið yfir heilt ár, og hann hafi náð að sannfæra umboðsmenn um alla heim að senda tónlistaratriði á hátíðina. Hann viðurkennir hann að hann hafi gert mistök og margt hafi mátt fara betur.

„Þegar hátíðin var búin fóru svo allskyns sögusagnir af stað. Ein þeirra sem einn fjölmiðill birti var sú að ég hefði farið til Spánar með allan "gróðan" af hátíðinni og farið að njóta lífsins. Sú saga lifir enn og gengur á milli manna,“ segir hann, en sannleikurinn sé hinsvegar sá að hátíðin hafi komið út í 30 milljóna króna tapi skipuleggjendurnir hafi tapað öllu.

„Á meðan við vorum að afsala öllu þessu af okkur hélt fólk virkilega að við værum að svíkja allt og alla. Síðustu vikur höfum við verið að vinna í því að greiða þeim tónlistaratriðum sem áttu eftir að fá greitt. Þrátt fyrir allt tapið þá höfum við gert upp við öll þau tónlsitaratriði sem komu fram nema 8,“ segir hann.

Pistilinn má lesa í heild sinni á Facebook-síðu Keflavík Music Festival.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×