Erlent

Hópar manna nauðguðu ungri konu í Indlandi á aðfangadagskvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Konur mótmæla hér ofbeldi gegn konum í Indlandi á árs afmæli dauða ungrar konu sem var hópnauðgað í strætó.
Konur mótmæla hér ofbeldi gegn konum í Indlandi á árs afmæli dauða ungrar konu sem var hópnauðgað í strætó. Mynd/AP
Tuttugu og eins árs gamalli konu á Indlandi var nauðgað á aðfangadagskvöld eftir að hún varð viðskila við vini sína í borginni Karaikel. Þá námu þrír menn hana á brott og einn þeirra nauðgaði henni.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Eftir það fann hún vini sína og voru þau á leið heim. Þá kom hópur mann sem tók konuna á afvikin stað þar sem henni var nauðgað sex sinnum. Hún er nú á sjúkrahúsi og sögð í stöðugu ástandi.

Tæpt ár er frá því að ung kona lést af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir hópnauðgun í strætó. Sú árás vakti mikla athygli um allan heim og voru fjöldamótmæli víðsvegar um Indland. Í kjölfar árásarinnar var refsirammi kynferðisglæpa hertur.

Lögregluyfirvöld segja tíu menn vera í haldi vegna árásarinnar og hafa þeir játað. Einnig segir lögreglan að árásamennirnir hafi ekki þekkt til konunnar og að árásirnar tvær virðist vera óskildar. Tveimur lögreglumönnum hefur verið vikið frá störfum eftir að þeir neituðu að sinna konunni þegar hún leitaði aðstoðar lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×