Maður er grunaður um að hafa haldið barnsmóður sinni og eins árs gömlu barni þeirra nauðugum í íbúð í Mosfellsbænum síðastliðna nótt auk þess að hafa beitt konuna ofbeldi. Frá þessu greinir á vef Ríkisútvarpsins.
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók manninn undir morgun eftir mikil átök en konan komst undan snemma í morgun og gat þá fyrst kallað eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sem var gestkomandi í íbúð konunnar var vopnaður eggvopnum og hafði haft í hótunum við barnið, konuna og lögreglu þangað til sérsveitin yfirbugaði hann.
Ekki er vitað um líðan konunnar en barnið er komið aftur í umsjá fjölskyldu hennar. Maðurinn, sem er Íslendingur búsettur í Noregi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til anna janúar.
Hélt barnsmóður sinni og barni nauðugum á jólanótt
