„Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös“ Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 15. október 2013 22:19 Aron Einar var eitt bros í kvöld. Mynd/Vilhelm „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í skýjunum í leikslok. „Þetta er ólýsanlegt. Við gerðum allt sem við þurftum að gera. Leikurinn var ekki vel spilaður af okkar hálfu en samt vel gert taktísklega séð,“ sagði Aron Einar. Hann segir tíðindin frá Sviss hafa hjálpað liðinu. „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum,“ sagði Akureyringurinn. Hann lýsti þeim sekúndum þar sem íslensku leikmennirnir biðu eftir staðfestum úrslitum í Bern. „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Stuðningurinn í Ósló var ótrúlegur og fyrirliðinn tók undir það. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á útivelli með íslenska landsliðinu. Þetta var æðislegt og við þökkum öllum fyrir að borga fúlgur fjár til þess að koma hingað og styðja við okkur. Vissulega búa einhvejrir hérna en það voru margir sem flugu út. Við þurftum á þeim að halda í þessum leik og þeir hjálpuðu okkur.“ Aron Einar vildi ekki meina að draumur hefði orðið að veruleika. Markmiðið var skýrt. „Við erum náttúrlega klikkaðir egóistar. Við höfum alltaf haft markmið og trú á sjálfum okkur. Það hefur skilað okkur þangað sem við erum komnir.“ En ætli leikmennirnir fái grænt ljós á fagnaðarlæti í kvöld? „Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös og taki það rólega,“ sagði Aron Einar en upplýsti ekkert um plön leikmanna. Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Sjá meira
„Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í skýjunum í leikslok. „Þetta er ólýsanlegt. Við gerðum allt sem við þurftum að gera. Leikurinn var ekki vel spilaður af okkar hálfu en samt vel gert taktísklega séð,“ sagði Aron Einar. Hann segir tíðindin frá Sviss hafa hjálpað liðinu. „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum,“ sagði Akureyringurinn. Hann lýsti þeim sekúndum þar sem íslensku leikmennirnir biðu eftir staðfestum úrslitum í Bern. „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Stuðningurinn í Ósló var ótrúlegur og fyrirliðinn tók undir það. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á útivelli með íslenska landsliðinu. Þetta var æðislegt og við þökkum öllum fyrir að borga fúlgur fjár til þess að koma hingað og styðja við okkur. Vissulega búa einhvejrir hérna en það voru margir sem flugu út. Við þurftum á þeim að halda í þessum leik og þeir hjálpuðu okkur.“ Aron Einar vildi ekki meina að draumur hefði orðið að veruleika. Markmiðið var skýrt. „Við erum náttúrlega klikkaðir egóistar. Við höfum alltaf haft markmið og trú á sjálfum okkur. Það hefur skilað okkur þangað sem við erum komnir.“ En ætli leikmennirnir fái grænt ljós á fagnaðarlæti í kvöld? „Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös og taki það rólega,“ sagði Aron Einar en upplýsti ekkert um plön leikmanna.
Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Sjá meira