Heldri krataleiðtogi segir frá Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2013 08:02 Björgvin á miklu barnaláni að fagna. Hér er hann ásamt fjórum af sex sonum sínum í útgáfuteitinu. Björgvin Guðmundsson man tímana tvenna. Hann er nú 81 árs og ólst upp á kreppuárum þriðja áratugar síðustu aldar, þegar hrammur atvinnuleysis og fátæktar lá yfir íslensku þjóðlífi. Björgvin varð einn helsti leiðtogi Alþýðuflokksins í Reykjavík og tók þátt í að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni árið 1978, nokkuð sem virtist óhugsandi eftir áratuga valdaskeið flokksins í Reykjavík. Í ævisögunni „Efst á baugi“ lítur Björgvin yfir farinn veg. Björgvin var ekki bara stjórnmálamaður, hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, einkum Alþýðublaðinu, að sjálfsögðu og varð seinna embættismaður í utanríkisráðuneytinu. „Mér er minnistæðast á mínum pólitíska ferli þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík féll eftir hálfrar aldar valdatíð. Þetta kom íhaldinu alveg á óvart og raunar kom þetta okkur öllum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið mikið hræddari um meirihlutann í kosningunum 1970. Þetta voru að sjálfsögðu mikil pólitísk tíðindi,sem höfðu áhrif á landsmálin einnig. Og í rauninni var þetta mikið meiri frétt en sigur R-listans seinna. Við ruddum brautina.“Þau felldu Sjálfstæðisflokkinn 1978. Björgvin og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skipuðu efstu sætin á lista Alþýðuflokksins, þegar vinstriflokkarnir unnu sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum.Björgvin man tímana tvenna og þrenna: „Í upphafi bókarinnar rek ég ástandið eins og það var, þegar ég var að alast upp í byrjun heimhreppunnar,atvinnuleysið og fátæktina, sem ég bjó við. Ég varð jafnaðarmaður vegna þess misréttis og ójafnaðar,sem ríkti og ég vildi breyta ástandinu. Sem ungur alþýðupiltur var ég mikill hugsjónamaður og hafði brennandi trú á jafnaðarstefnunni. Að sjálfsögðu hefur jafnaðarstefnan breyst frá því hún kom fyrst fram. Leiðirnar að markinu hafa breytst en markmiðið er ávallt það sama: Frelsi,jafnrétti og bræðralag.“ Björgvin hefur verið mikill fjölskyldumaður. Eiginkona hans er Dagrún Þorvaldsdóttir en þau hafa verið gift í 60 ár, áttu demantsbrúðkaup fyrir nokkrum dögum. Þau eiga 6 syni. Björgvin segist glaður og hrærður yfir þeim móttökum sem bók hans hefur fengið: „Ég var að lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni á fimmtudaginn og þá sagði hann, að bók mín hefði fengið góðar viðtökur þar og selst vel. Í útgáfuteitinu, sem Sögur útgáfa, efndi til í bókaverslun Eymundsson á Skólavörðustíg, þegar bókin kom út, var húsfyllir og ég hafði vart undan að árita bækur sem seldust við það tækifæri. Ég las upp úr bókinni í útgáfuteitinu og hefi lesið upp úr henni á nokkrum öðrum stöðum síðan, svo sem hjá Félagi eldri borgara og á Jólagleði jafnaðarmanna og hefi fengið góðar undirtektir.“ Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Björgvin Guðmundsson man tímana tvenna. Hann er nú 81 árs og ólst upp á kreppuárum þriðja áratugar síðustu aldar, þegar hrammur atvinnuleysis og fátæktar lá yfir íslensku þjóðlífi. Björgvin varð einn helsti leiðtogi Alþýðuflokksins í Reykjavík og tók þátt í að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni árið 1978, nokkuð sem virtist óhugsandi eftir áratuga valdaskeið flokksins í Reykjavík. Í ævisögunni „Efst á baugi“ lítur Björgvin yfir farinn veg. Björgvin var ekki bara stjórnmálamaður, hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, einkum Alþýðublaðinu, að sjálfsögðu og varð seinna embættismaður í utanríkisráðuneytinu. „Mér er minnistæðast á mínum pólitíska ferli þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík féll eftir hálfrar aldar valdatíð. Þetta kom íhaldinu alveg á óvart og raunar kom þetta okkur öllum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið mikið hræddari um meirihlutann í kosningunum 1970. Þetta voru að sjálfsögðu mikil pólitísk tíðindi,sem höfðu áhrif á landsmálin einnig. Og í rauninni var þetta mikið meiri frétt en sigur R-listans seinna. Við ruddum brautina.“Þau felldu Sjálfstæðisflokkinn 1978. Björgvin og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skipuðu efstu sætin á lista Alþýðuflokksins, þegar vinstriflokkarnir unnu sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum.Björgvin man tímana tvenna og þrenna: „Í upphafi bókarinnar rek ég ástandið eins og það var, þegar ég var að alast upp í byrjun heimhreppunnar,atvinnuleysið og fátæktina, sem ég bjó við. Ég varð jafnaðarmaður vegna þess misréttis og ójafnaðar,sem ríkti og ég vildi breyta ástandinu. Sem ungur alþýðupiltur var ég mikill hugsjónamaður og hafði brennandi trú á jafnaðarstefnunni. Að sjálfsögðu hefur jafnaðarstefnan breyst frá því hún kom fyrst fram. Leiðirnar að markinu hafa breytst en markmiðið er ávallt það sama: Frelsi,jafnrétti og bræðralag.“ Björgvin hefur verið mikill fjölskyldumaður. Eiginkona hans er Dagrún Þorvaldsdóttir en þau hafa verið gift í 60 ár, áttu demantsbrúðkaup fyrir nokkrum dögum. Þau eiga 6 syni. Björgvin segist glaður og hrærður yfir þeim móttökum sem bók hans hefur fengið: „Ég var að lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni á fimmtudaginn og þá sagði hann, að bók mín hefði fengið góðar viðtökur þar og selst vel. Í útgáfuteitinu, sem Sögur útgáfa, efndi til í bókaverslun Eymundsson á Skólavörðustíg, þegar bókin kom út, var húsfyllir og ég hafði vart undan að árita bækur sem seldust við það tækifæri. Ég las upp úr bókinni í útgáfuteitinu og hefi lesið upp úr henni á nokkrum öðrum stöðum síðan, svo sem hjá Félagi eldri borgara og á Jólagleði jafnaðarmanna og hefi fengið góðar undirtektir.“
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira