Lífið

Ný Marta Jónsson verslun á Íslandi

Marín Manda skrifar
Marta Jónsson
Marta Jónsson
Marta Jónsson skóhönnuður hefur opnað skóverslun á Laugaveginum undir eigin nafni en hún hefur verið viðloðandi skóbransann lengi vel.

Þegar ég var 19 ára fékk ég aukavinnu í skóbúðinni Stínu Fínu á Laugavegi. Ég labbaði þangað inn og þegar ég var búin að vera í búðinni í tvo klukkutíma vissi ég hvað ég vildi gera í lífinu. Það má því segja að ég hafi verið einstaklega heppin að hafa fundið mig svona snemma. Ég hef bara ekki gert neitt annað síðan. Ég er bara hægri og vinstri skór,“ segir Marta Jónsson skóhönnuður glöð í bragði.

Glæsilegir silfur ökklaskór
Fyrir stuttu opnaði Marta skóverslun á Laugavegi 51 undir eigin nafni og segist vera ánægð að vera komin á Laugaveginn aftur. „Mér finnst ég smá vera komin heim þrátt fyrir að búa áfram í London. Það má því segja að þessi verslun sé flaggskipið okkar í Skandinavíu,“ útskýrir hún en nýlega opnaði hún verslun í Dusseldorf í Þýskalandi og rekur nú þegar tólf verslanir í London.

Undanfarin tuttugu ár hefur Marta Jónsson haft í nógu að snúast við að hanna skó fyrir stærri keðjur á borð við River Island, Top shop og H&M. Hægt er að sjá skóúrvalið á heimasíðunni martajonsson.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.