Óttast að tölvubann leiði til aukinnar neyslu og ofbeldis Valur Grettisson skrifar 18. október 2013 07:00 Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, er fyrir miðju á neðstu myndinni til hægri. Við hlið hennar má sjá þá Stefán Loga Sívarsson (t.v.) og Stefán Blackburn (t.h.) sem eru ákærðir fyrir hrottalegar pyntingar. „Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
„Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira