Foreldrarnir safna fyrir lifrarígræðslu með Facebook-leik Jóhannes Stefánsson skrifar 14. júní 2013 15:06 Úlfey Minerva Finnbogadóttir þarf á lifrarígræðslu að halda í Svíþjóð. Mynd/ úr einkasafni Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur." Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur."
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira