Foreldrarnir safna fyrir lifrarígræðslu með Facebook-leik Jóhannes Stefánsson skrifar 14. júní 2013 15:06 Úlfey Minerva Finnbogadóttir þarf á lifrarígræðslu að halda í Svíþjóð. Mynd/ úr einkasafni Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur." Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur."
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira