Allt of fátt starfsfólk er í grunnskólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 8. mars 2013 06:00 Grunnskólanemendum fækkaði um 0,1 prósent á milli áranna 2012 og 2011 og þeir hafa ekki verið færri síðan árið 1997. Stöðugildum starfsfólks við skólanna hefur fækkað um 13 prósent frá haustinu 2008. fréttablaðið/gva Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í." Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í."
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira