Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga Hjörtur Hjartarson skrifar 7. nóvember 2013 19:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“ Aurum Holding málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“
Aurum Holding málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira