Innlent

Lögreglan ánægð með Keflavík Music Festival

Oulandish sló í gegn á tónleikum sínum á fimmtudagskvöldinu.
Oulandish sló í gegn á tónleikum sínum á fimmtudagskvöldinu.

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að  á fimmtudagskvöldinu hafi vissulega orðið seinkun á tónleikum eins og Vísir greindi frá, en fólk virtist ekki láta það bitna á góða skapinu, að sögn lögreglu. Fjöldi gesta var á bilinu 1500 til 2000 manns. Einnig var rólegt í miðbænum og á tjaldstæðinu.

Í tilkynningu segir að einnig að tónleikar í Reykjaneshöll í gærkvöldi hafi farið vel fram og að gæsla á svæðinu hafi verið góð.

Starfsmaður áætlaði að um 1500 manns hefðu sótt tónleikana. Lögreglumenn fóru á flesta skemmtistaði í bænum og var gæsla þar einng í góðu lagi.

„Almennt má segja að gestir Keflavík Music Festival hafi verið til fyrirmyndar“ segir svo í lok tilkynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×