Hacker Halted- ráðstefnan haldin í Hörpu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. september 2013 12:05 Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag. Hacker Halted, tölvuöryggis- og upplýsingamálaráðstefna verður haldin dagana 7. til 8. október næstkomandi. Verður það í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin í Evrópu. Hacker Halted ráðstefnan hefur síðustu tíu ár verið haldin í Bandaríkjunum, Japan, Malasíu og Dubaí svo nokkur lönd séu nefnd og það er því mikill heiður fyrir Ísland að vera valið fyrsta ríki Evrópu til að halda hana, kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone og Promennt. Fjöldi virtra fyrirlesara á sviði öryggis- og upplýsingamála munu koma fram á ráðstefnunni en í ár er kastljósinu meðal annars beint að stafrænum öryggisógnunum og hvernig hægt er að verjast þeim. Þá verða haldnar bæði vinnustofur og námskeið um margvísleg öryggis- og upplýsingamál. Það er fyrirtækið ProConf, dótturfyrirtæki Promennt, sem heldur ráðstefnuna í Hörpu og skráning á ráðstefnuna er hafin. Miðað við viðbrögð úr tölvu- og öryggisgeiranum er fastlega reiknað með að færri komist að en vilji. Búið er að tryggja réttinn á ráðstefnunni hér á landi næstu þrjú árin og mun Jay Bavisi, forseti EC-Council halda aðalfyrirlestur ráðstefnunnar. Vodafone verður einn helsti styrktaraðili ráðstefnunnar. Reiknað er með því að hátt í 300 gestir, bæði innlendir og erlendir, mæti á ráðstefnuna. Þar á meðal er búist við marga af æðstu yfirmönnum öryggis- og upplýsingamála margra stærstu fyrirtækja heims. Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag. Aðeins er vika síðan KPMG undirritaði samskonar samning og ljóst að mikill fengur er í liðsinni þessara fyrirtækja. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Hacker Halted, tölvuöryggis- og upplýsingamálaráðstefna verður haldin dagana 7. til 8. október næstkomandi. Verður það í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin í Evrópu. Hacker Halted ráðstefnan hefur síðustu tíu ár verið haldin í Bandaríkjunum, Japan, Malasíu og Dubaí svo nokkur lönd séu nefnd og það er því mikill heiður fyrir Ísland að vera valið fyrsta ríki Evrópu til að halda hana, kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone og Promennt. Fjöldi virtra fyrirlesara á sviði öryggis- og upplýsingamála munu koma fram á ráðstefnunni en í ár er kastljósinu meðal annars beint að stafrænum öryggisógnunum og hvernig hægt er að verjast þeim. Þá verða haldnar bæði vinnustofur og námskeið um margvísleg öryggis- og upplýsingamál. Það er fyrirtækið ProConf, dótturfyrirtæki Promennt, sem heldur ráðstefnuna í Hörpu og skráning á ráðstefnuna er hafin. Miðað við viðbrögð úr tölvu- og öryggisgeiranum er fastlega reiknað með að færri komist að en vilji. Búið er að tryggja réttinn á ráðstefnunni hér á landi næstu þrjú árin og mun Jay Bavisi, forseti EC-Council halda aðalfyrirlestur ráðstefnunnar. Vodafone verður einn helsti styrktaraðili ráðstefnunnar. Reiknað er með því að hátt í 300 gestir, bæði innlendir og erlendir, mæti á ráðstefnuna. Þar á meðal er búist við marga af æðstu yfirmönnum öryggis- og upplýsingamála margra stærstu fyrirtækja heims. Guðmundur Pálmason, framkvæmdarstjóri Proment og Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Vodafone rituðu undir samning um styrk vegna hátíðarinnar í dag. Aðeins er vika síðan KPMG undirritaði samskonar samning og ljóst að mikill fengur er í liðsinni þessara fyrirtækja.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira