Innlent

Karl Vignir ósáttur og áfrýjar dómnum

Stígur Helgason skrifar
Karl Vignir er ekki ósáttur við refsinguna sem slíka en segist ekki hafa gert allt sem hann er sakfelldur fyrir.
Karl Vignir er ekki ósáttur við refsinguna sem slíka en segist ekki hafa gert allt sem hann er sakfelldur fyrir.
Karl Vignir Þorsteinsson áfrýjaði í síðustu viku sjö ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir mánuði fyrir að brjóta kynferðislega á þremur fötluðum mönnum. „Þetta er að okkar mati strangur dómur,“ segir Brynjólfur Eyvindsson, verjandi Karls Vignis.

Í Kastljósi í upphafi árs viðurkenndi Karl Vignir brot gegn tugum barna undanfarna áratugi og kallaði beinlínis eftir því að sér yrði refsað fyrir misgjörðir sínar.

„Já, hann er svo sem ekkert óánægður með refsinguna, þannig séð,“ segir Brynjólfur. „En honum finnst hann vera dæmdur fyrir hluti sem hann gerði ekki.“

Þar á Brynjólfur við sakfellingu fyrir vændiskaup af tveimur mannanna, með því að hafa greitt þeim fyrir kynmökin. „Sem hann er bara alls ekki sammála.“

Karl Vignir hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í janúar, skömmu eftir að Kastljóssþátturinn var sýndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×