Erlent

GSM-bylgjur hafa veruleg áhrif á lífverur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svona litu karsafræin sem voru í herbergi þar sem ekki voru rafbylgjur.
Svona litu karsafræin sem voru í herbergi þar sem ekki voru rafbylgjur.

Rannsókn sem stúlkur í níunda bekk í Danmörku gerðu sýnir að rafbylgjur hafa veruleg áhrif á lífverur.

Börnin ákváðu að ráðast í tilraunina eftir að þau áttuðu sig á því að þau áttu erfitt með að festa svefn þegar þau lögðust til hvílu með farsímann sinn við hliðina á höfðinu. Ef þau náðu að sofna með símann við hliðina á sér áttu þau erfitt með að einbeita sér í skólanum daginn eftir.

Börnin ræktuðu 400 karsafræ í tólf daga. þau skiptu fræjunum síðan í tvo helminga. Annar helmingurinn fór síðan inn í herbergi þar sem voru rafbylgjur eins og farsímar senda frá sér. Hinn helmingurinn var í herbergi sem var án rafbylgja.

Svo var beðið í tólf daga og fylgst vel með fræjunum en þau fengu sömu meðhöndlun allan þann tíma. Niðurstöðurnar urðu sláandi. Í öðru tilfellinu náðu fræin að vaxa og dafna. Í hinu tilfellinu uxu fræin ekki og drápust jafnvel.

Svona litu karsafræin út sem voru ræktuð í herbergi þar sem rafsegulbylgjur voru.

Niðurstöður barnanna hafa vakið athygli víða í Skandínavíu. Þannig hefur til dæmis virtur prófessor við Karólínska stofnunina í Svíþjóð ákveðið að endurtaka tilraunina. Á vef Danmarks Radio kemur fram að engin stúlknanna fimm sem stóðu að rannsókninni sefur nú með GSM símann sér við hlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×