Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Freyr Bjarnason skrifar 17. maí 2013 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. nordicphotos/getty „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira