Geta fjöldamorðingjar verið hetjur? illugi Jökulsson skrifar 1. september 2013 08:00 Illugi Jökulsson Einu sinni ætlaði ég að skrifa skáldsögu. Réttara væri vissulega að segja: Oft ætlaði ég að skrifa skáldsögu, en látum „einu sinni“ duga. Og skáldsagan sem ég ætlaði einu sinni að skrifa átti að vera um Míþridates Pontuskóng. Líklega vita fáir núorðið hver hann var. Svo ég segi sögu hans í örstuttu máli, þá fæddist hann um 134 f.Kr. í borginni Sínope sem þá var höfuðborg Pontusríkis. Það hafði orðið til við umrótið sem Alexander mikli skildi eftir sig, þegar hann knésetti Persaveldi. Pontus var lengst af lítils megandi smáríki, en konungsættin rakti uppruna sinn bæði til Alexanders og Persakeisara. Menningin var í senn persnesk og grísk. Míþridates var konungssonur og þegar hann var um 15 ára var faðir hans myrtur með eitri í veislu í kóngshöllinni, en Pontusmenn voru þekktir fyrir óhóflega veislugleði og yfirleitt mikinn hamagang í lífinu. Kóngur hafði arfleitt synina Míþridates og Krestus að ríkinu. Móðir þeirra skyldi þó stýra ríkinu þar til þeir yrðu lögráða. Og hún kunni vel við völdin og vildi brátt ekki láta þau af hendi. Míþridates tók að óttast um sinn hag því mamma gamla sýndi greinileg merki þess að halda fremur fram hlut Krestusar en hans. Míþridates fór í felur. Í sjö ár fór hann í dulargervi um Pontus og lagði sig fram um að kynnast hlutskipti fólks. Í þeim tilgangi lærði hann tungu hverrar einustu þjóðar sem byggði Pontus, en þær voru þó nokkrar. Þeim vana hélt hann síðar, þegar hann fór að ríkja yfir stærri svæðum, og á endanum gat hann rætt við þegna sína á 22 tungumálum.Ónæmur fyrir eitri Jafnframt einsetti Míþridates sér að forðast örlög föður síns með öllum ráðum. Hann fór því að taka inn litla skammta af öllum þekktum eiturtegundum til að gera sig ónæman fyrir þeim. Með tímanum sauð hann saman með hjálp grasalækna og seiðkarla máttugt móteitur sem hann saup á daglega. Eftir að hafa á þennan og margvíslegan annan hátt reynt að stæla sig til átaka birtist Míþridates í Sínope og náði fljótlega að hrifsa til sín völdin frá móður sinni og Krestusi. Hann lét varpa þeim í fangelsi og þar dóu þau, móðir hans af eðlilegum ástæðum en Krestus var sagður hafa reynt að gera nýtt samsæri gegn bróður sínum og var þá líflátinn. Um árið 110 f.Kr. fór Míþridates að seilast til áhrifa í nágrannaríkjum og þó ekki síst á sléttunum handan Svartahafsins, þar sem Úkraína og Rússland eru nú. Þar náði hann töluverðum árangri en sunnan hafsins rak hann sig fljótlega á nýtt stórveldi sem var farið að teygja áhrif sín til Grikklands og inn í Litlu-Asíu, eða Tyrkland sem nú heitir. Það var Róm. Hið ógurlega Rómaveldi Á árunum kringum 100 f.Kr. juku Rómverjar sífellt ítök sín í grísku borgunum við Eyjahafið og í ýmsum af smáríkjum í Litlu-Asíu. Þeir sendu þangað kaupmenn og diplómata af ýmsu tagi sem fóru sumir að gera sig allbreiða. Þetta gramdist mörgum en aðrir tóku Rómverjum fagnandi. Þegar Míþridates Pontuskóngur fór að seilast inn fyrir landamæri Biþyníu-ríkis leitaði kóngurinn þar á náðir Rómverja og lýsti síðan yfir stríði. Míþridates gekk þá í bandalag við ýmsar sjálfstæðar grískar borgir og brást við af fullri hörku. Hann sendi her inn í Biþyníu og allt niður að Eyjahafi. Á skömmum tíma lagði hann undir sig stór svæði. Þetta var árið 89 og ári seinna greip Míþridates til þess kænskubragðs að fyrirskipa fjöldamorð á rómverskum borgurum í öllum borgum Litlu-Asíu sem hann réði yfir. Þetta gerði hann til að tryggja sér endanlega stuðning íbúanna. Reiði Rómverja yrði svo mikil að eftir þetta gætu íbúar Litlu-Asíu ekki annað en stutt Míþridates fram í rauðan dauðann og vonast eftir sigri hans. Ella biði þeirra hræðileg hefnd Rómverja sem aldrei gleymdu misgjörðum gegn sér. Fjöldamorðin voru skipulögð vandlega á laun og talið er að allt að 70.000 manns hafi fallið á einum og sama deginum.Stríð í aldarfjórðung Næstu 25 ár geisuðu nær þrotlaus stríð Míþridatesar við Rómverja. Hann stillti sér upp sem verjanda grískrar menningar og náði um skeið miklum árangri. Honum virtist jafnvel ætla að takast hið ótrúlega, að reka Róm endanlega burt af svæðinu. Hann náði Aþenu um tíma og gekk í bandalag við Tígranes kóng í Armeníu, sem var tengdasonur hans. Ýmsir af frægustu hershöfðingjum Rómverja reyndu sig gegn kóngi, en Míþridates var háll sem áll. Hann hafði greinilega mikla persónutöfra og var lagið að hrífa jafnt einstaklinga sem heilar þjóðir með sér. Og þótt halla færi undan fæti náði Míþridates einlægt að halda baráttunni áfram og gafst aldrei upp. Að lokum var það herforinginn Pompeius mikli sem vann fullnaðarsigur á her Míþridatesar árið 63. Pontusríkið var þá hrunið og var gert að rómversku skattlandi. Míþridates sjálfur var að lokum innilokaður í síðasta virki sínu á Krímskaga. Hann gat ekki hugsað sér að verða skrautfjöður í sigurför Pompeiusar og svipti sig lífi með erfiðismunum. Hann reyndi að gleypa eitur, en það virkaði ekki af skiljanlegum ástæðum. Að lokum skipaði hann þræl sínum að höggva sig til bana. Strax og ég fór sem stráklingur að lesa mér til um sögu Rómaveldis heillaðist ég af þessum karli, Pontuskóngi. Hann var greinilega afar sjarmerandi persóna, einstaklega litríkur og stór í sniðum, og eins og skapaður fyrir stóra skáldsögu. Sagan sem ég ætlaði að skrifa átti í aðra röndina að vera hetjusaga um hugdjarfa en fyrirfram glataða baráttu hins staðfasta Míþridatesar gegn óaflátanlegum uppgangi hins andlitslausa valds Rómar – en í hina röndina einfaldlega lýsing á stórbrotnum persónuleika hins ævintýralega kóngs. Og lýsingarnar á síðustu dögum hans í virkinu á Krím áttu að vera beinlínis hrífandi! Nú. Skáldsagan hefur ekki verið skrifuð enn og verður varla úr þessu. Ástæðan er eflaust aðallega sú að ég reyndist hvorki hafa nennu né hæfileika til að skrifa svo stóra bók, en þó fóru fáein önnur atriði líka að þvælast fyrir mér. Fjöldamorðin árið 88. Og síðan persóna kóngsins sjálfs. Jú, Míþridates var eflaust „skemmtilegur persónuleiki“ á sinn hátt. „Larger than life,“ eins og enskumælandi menn segja. En var í rauninni hægt að skrifa einhvers konar hetjusögu um mann sem hafði skipulagt kaldrifjuð morð á 70.000 óbreyttum borgurum, körlum sem konum, sem ekkert alvarlegt höfðu til saka unnið? Og sú „varnarbarátta grískrar menningar“ andspænis rómverskri ásælni sem hann kvaðst ástunda, var hún nokkuð annað en prívat valdastrit, honum sjálfum til dýrðar? Hin þrautseiga hetjulund að gefast aldrei upp, heldur kveðja alltaf út nýja og nýja heri gegn ofurefli Rómar, var hún nokkuð annað en hræðilegt skeytingarleysi um örlög þeirra bláfátæku alþýðustráka sem hann sendi fram á vígvöllinn – þótt hann mætti vita að hann hlyti að tapa að lokum og þeir verða brytjaðir niður? Var það kannski sagan sjálf – og tíminn – sem höfðu með tímanum breytt svo ásýnd Pontuskóngsins að ég sá nú hetju þar sem í raun hafði farið valdasjúkur og sjálfhverfur og blóði drifinn harðstjóri og fjöldamorðingi? Í bönkernum Ég hætti smátt og smátt að viða að mér efni um Míþridates en ætli ég hafi ekki endanlega lagt hina miklu hetjusögu um Pontuskónginn á hilluna þegar ég sá kvikmyndina Untergang um síðustu daga Hitlers í bönkernum í Berlín. Mér rann eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds. Líktist þetta ekki alltof mikið því sem lokakaflar sögunnar um Míþridates áttu að snúast um? Gat verið að eftir 2.000 ár myndi einhver stráklingur eins og ég heillast af sögunni um Adolf Hitler, sem þá yrði orðin gerólík raunveruleikanum, og færi að láta sig dreyma um að skrifa skáldsögu? Flækjusaga Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einu sinni ætlaði ég að skrifa skáldsögu. Réttara væri vissulega að segja: Oft ætlaði ég að skrifa skáldsögu, en látum „einu sinni“ duga. Og skáldsagan sem ég ætlaði einu sinni að skrifa átti að vera um Míþridates Pontuskóng. Líklega vita fáir núorðið hver hann var. Svo ég segi sögu hans í örstuttu máli, þá fæddist hann um 134 f.Kr. í borginni Sínope sem þá var höfuðborg Pontusríkis. Það hafði orðið til við umrótið sem Alexander mikli skildi eftir sig, þegar hann knésetti Persaveldi. Pontus var lengst af lítils megandi smáríki, en konungsættin rakti uppruna sinn bæði til Alexanders og Persakeisara. Menningin var í senn persnesk og grísk. Míþridates var konungssonur og þegar hann var um 15 ára var faðir hans myrtur með eitri í veislu í kóngshöllinni, en Pontusmenn voru þekktir fyrir óhóflega veislugleði og yfirleitt mikinn hamagang í lífinu. Kóngur hafði arfleitt synina Míþridates og Krestus að ríkinu. Móðir þeirra skyldi þó stýra ríkinu þar til þeir yrðu lögráða. Og hún kunni vel við völdin og vildi brátt ekki láta þau af hendi. Míþridates tók að óttast um sinn hag því mamma gamla sýndi greinileg merki þess að halda fremur fram hlut Krestusar en hans. Míþridates fór í felur. Í sjö ár fór hann í dulargervi um Pontus og lagði sig fram um að kynnast hlutskipti fólks. Í þeim tilgangi lærði hann tungu hverrar einustu þjóðar sem byggði Pontus, en þær voru þó nokkrar. Þeim vana hélt hann síðar, þegar hann fór að ríkja yfir stærri svæðum, og á endanum gat hann rætt við þegna sína á 22 tungumálum.Ónæmur fyrir eitri Jafnframt einsetti Míþridates sér að forðast örlög föður síns með öllum ráðum. Hann fór því að taka inn litla skammta af öllum þekktum eiturtegundum til að gera sig ónæman fyrir þeim. Með tímanum sauð hann saman með hjálp grasalækna og seiðkarla máttugt móteitur sem hann saup á daglega. Eftir að hafa á þennan og margvíslegan annan hátt reynt að stæla sig til átaka birtist Míþridates í Sínope og náði fljótlega að hrifsa til sín völdin frá móður sinni og Krestusi. Hann lét varpa þeim í fangelsi og þar dóu þau, móðir hans af eðlilegum ástæðum en Krestus var sagður hafa reynt að gera nýtt samsæri gegn bróður sínum og var þá líflátinn. Um árið 110 f.Kr. fór Míþridates að seilast til áhrifa í nágrannaríkjum og þó ekki síst á sléttunum handan Svartahafsins, þar sem Úkraína og Rússland eru nú. Þar náði hann töluverðum árangri en sunnan hafsins rak hann sig fljótlega á nýtt stórveldi sem var farið að teygja áhrif sín til Grikklands og inn í Litlu-Asíu, eða Tyrkland sem nú heitir. Það var Róm. Hið ógurlega Rómaveldi Á árunum kringum 100 f.Kr. juku Rómverjar sífellt ítök sín í grísku borgunum við Eyjahafið og í ýmsum af smáríkjum í Litlu-Asíu. Þeir sendu þangað kaupmenn og diplómata af ýmsu tagi sem fóru sumir að gera sig allbreiða. Þetta gramdist mörgum en aðrir tóku Rómverjum fagnandi. Þegar Míþridates Pontuskóngur fór að seilast inn fyrir landamæri Biþyníu-ríkis leitaði kóngurinn þar á náðir Rómverja og lýsti síðan yfir stríði. Míþridates gekk þá í bandalag við ýmsar sjálfstæðar grískar borgir og brást við af fullri hörku. Hann sendi her inn í Biþyníu og allt niður að Eyjahafi. Á skömmum tíma lagði hann undir sig stór svæði. Þetta var árið 89 og ári seinna greip Míþridates til þess kænskubragðs að fyrirskipa fjöldamorð á rómverskum borgurum í öllum borgum Litlu-Asíu sem hann réði yfir. Þetta gerði hann til að tryggja sér endanlega stuðning íbúanna. Reiði Rómverja yrði svo mikil að eftir þetta gætu íbúar Litlu-Asíu ekki annað en stutt Míþridates fram í rauðan dauðann og vonast eftir sigri hans. Ella biði þeirra hræðileg hefnd Rómverja sem aldrei gleymdu misgjörðum gegn sér. Fjöldamorðin voru skipulögð vandlega á laun og talið er að allt að 70.000 manns hafi fallið á einum og sama deginum.Stríð í aldarfjórðung Næstu 25 ár geisuðu nær þrotlaus stríð Míþridatesar við Rómverja. Hann stillti sér upp sem verjanda grískrar menningar og náði um skeið miklum árangri. Honum virtist jafnvel ætla að takast hið ótrúlega, að reka Róm endanlega burt af svæðinu. Hann náði Aþenu um tíma og gekk í bandalag við Tígranes kóng í Armeníu, sem var tengdasonur hans. Ýmsir af frægustu hershöfðingjum Rómverja reyndu sig gegn kóngi, en Míþridates var háll sem áll. Hann hafði greinilega mikla persónutöfra og var lagið að hrífa jafnt einstaklinga sem heilar þjóðir með sér. Og þótt halla færi undan fæti náði Míþridates einlægt að halda baráttunni áfram og gafst aldrei upp. Að lokum var það herforinginn Pompeius mikli sem vann fullnaðarsigur á her Míþridatesar árið 63. Pontusríkið var þá hrunið og var gert að rómversku skattlandi. Míþridates sjálfur var að lokum innilokaður í síðasta virki sínu á Krímskaga. Hann gat ekki hugsað sér að verða skrautfjöður í sigurför Pompeiusar og svipti sig lífi með erfiðismunum. Hann reyndi að gleypa eitur, en það virkaði ekki af skiljanlegum ástæðum. Að lokum skipaði hann þræl sínum að höggva sig til bana. Strax og ég fór sem stráklingur að lesa mér til um sögu Rómaveldis heillaðist ég af þessum karli, Pontuskóngi. Hann var greinilega afar sjarmerandi persóna, einstaklega litríkur og stór í sniðum, og eins og skapaður fyrir stóra skáldsögu. Sagan sem ég ætlaði að skrifa átti í aðra röndina að vera hetjusaga um hugdjarfa en fyrirfram glataða baráttu hins staðfasta Míþridatesar gegn óaflátanlegum uppgangi hins andlitslausa valds Rómar – en í hina röndina einfaldlega lýsing á stórbrotnum persónuleika hins ævintýralega kóngs. Og lýsingarnar á síðustu dögum hans í virkinu á Krím áttu að vera beinlínis hrífandi! Nú. Skáldsagan hefur ekki verið skrifuð enn og verður varla úr þessu. Ástæðan er eflaust aðallega sú að ég reyndist hvorki hafa nennu né hæfileika til að skrifa svo stóra bók, en þó fóru fáein önnur atriði líka að þvælast fyrir mér. Fjöldamorðin árið 88. Og síðan persóna kóngsins sjálfs. Jú, Míþridates var eflaust „skemmtilegur persónuleiki“ á sinn hátt. „Larger than life,“ eins og enskumælandi menn segja. En var í rauninni hægt að skrifa einhvers konar hetjusögu um mann sem hafði skipulagt kaldrifjuð morð á 70.000 óbreyttum borgurum, körlum sem konum, sem ekkert alvarlegt höfðu til saka unnið? Og sú „varnarbarátta grískrar menningar“ andspænis rómverskri ásælni sem hann kvaðst ástunda, var hún nokkuð annað en prívat valdastrit, honum sjálfum til dýrðar? Hin þrautseiga hetjulund að gefast aldrei upp, heldur kveðja alltaf út nýja og nýja heri gegn ofurefli Rómar, var hún nokkuð annað en hræðilegt skeytingarleysi um örlög þeirra bláfátæku alþýðustráka sem hann sendi fram á vígvöllinn – þótt hann mætti vita að hann hlyti að tapa að lokum og þeir verða brytjaðir niður? Var það kannski sagan sjálf – og tíminn – sem höfðu með tímanum breytt svo ásýnd Pontuskóngsins að ég sá nú hetju þar sem í raun hafði farið valdasjúkur og sjálfhverfur og blóði drifinn harðstjóri og fjöldamorðingi? Í bönkernum Ég hætti smátt og smátt að viða að mér efni um Míþridates en ætli ég hafi ekki endanlega lagt hina miklu hetjusögu um Pontuskónginn á hilluna þegar ég sá kvikmyndina Untergang um síðustu daga Hitlers í bönkernum í Berlín. Mér rann eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds. Líktist þetta ekki alltof mikið því sem lokakaflar sögunnar um Míþridates áttu að snúast um? Gat verið að eftir 2.000 ár myndi einhver stráklingur eins og ég heillast af sögunni um Adolf Hitler, sem þá yrði orðin gerólík raunveruleikanum, og færi að láta sig dreyma um að skrifa skáldsögu?
Flækjusaga Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira