Íslenski boltinn

Heiðar Helguson hvergi nærri hættur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Framherjinn Heiðar Helguson sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu væri lokið. Hann er þó ekki hættur að skora.

Heiðar fór fyrir liði Þróttar skipuðu leikmönnum fæddum árið 1976 og 1977 á árgangamóti félagsins um helgina. Heiðar raðaði inn mörkunum en menn höfðu líka gaman af því þegar Dalvíkingnum mistókst að skora úr vítaspyrnu.

Heiðar og félagar lögðu lið 1983 árgangsins í úrslitaleik. Í marki liðsins stóð ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem valinn var maður mótsins.

Karla- og kvennalið Þróttar verða í eldlínunni í vikunni. Konurnar taka á móti Selfossi í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna á þriðjudagskvöld. Karlarnir taka hins vegar á móti Haukum í fyrsta leik sínum í 1. deild karla á fimmtudag.

Sigurliðið var afar vel mannað. Efri röð frá vinstri: Óskar Þór Ingólfsson, Eiríkur Áki, Guðbjarni Eggertsson, Daði Árnason, Davíð Logi og Ásgeir Örn Hlöðversson Neðri röð frá vinstri: Ólafur Þór Chelbat, Eyjólfur Reynisson, Heiðar Helguson og Þórhallur HelgasonMynd/Þróttur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×