Erlent

Eggjahvítur töframeðal við háþrýstingi

MYND/GETTY
Eggjahvítur geta spornað við háum blóðþrýstingi ef marka má rannsókn kínverskra vísindamanna.

Rannsóknarhópurinn birti niðurstöður sínar á dögunum en þar kemur fram að prótín sem finna má í eggjahvítum getur haft afar jákvæði áhrif á blóðþrýsting og haft svipuð áhrif og hefðbundin blóðþrýstingslyf.

Vísindamennirnir vonast til að hefja tilraunir með prótínið á mönnum á næstu vikum. Háþrýstingur getur leitt til hjartabilunar auk þess sem hann eykur líkurnar á heilablæðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×