Segir norsku-aðferðina henta vel Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júlí 2013 20:00 Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira