Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í undanrásum í 800 metra hlaupi á HM 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Donetsk í Úkraínu í morgun.
Aníta hljóp á tímanum 2:04,79 mín og var jafnframt með besta tíma dagsins. Durati Edao frá Eþíópíu var önnur á 2:05.20 mín. sem er næst besti tíminn á eftir Anítu í undanrásunum. Sú setti persónulegt met í hlaupinu.
Aníta á besta tíma ársins í þessari grein í sínum aldursflokki, þannig að hún verður að teljast nokkuð sigurstrangleg. Íslandsmet Anítu er 2:00,49 mínútur.
Sport